Reynsluakstur Ég var núna að keyra nýju Micruna og get alveg fullvissað fólk um að þó að þessi bíll sé ekki augnayndi þá er hann einn besti hatchback sem ég hef prufað. Þessi er sjálfskiptur og er þó að virka alveg ágætlega en þá miðað við innanbæjar akstur. Hann er djöfull góður í snattið sprækur og beygjir vel.

Ef ég ætti að velja á milli hans og Yaris þá tek ég Micru. Það er aðeins meiri snerpa í honum og eitt sem er skrítið að þegar að ég hætti að gefa í þá kemur svona psssssss, úr vélinni engu líkara blowoff valve. Það er fyndið en samt svolítið cool.

Maður situr rosalega vel í bílnum og það fer vel um mann. Hurðin opnast vel og það eina sem maður sér að honum er að hann skuli ekki vera stærri. Eini gallinn ef galli er að ef þú reykir þá er öskubakkinn lengst niðri og gírstöngin er svo há að þú þarft að fara í kringum hana.

Ég hef keyrt Micru útá landi og get ekki mælt með honum þar. Manni finnst maður vera í lausu lofti á 120. En hérna innanbæjar er hann draumur.

Það sem er með marga nýja bíla er að dagljósabúnaðurinn er ekki og þannig er með þennan bíl það finnst mér vera galli.
Ég hiklaust mæli með þessum bílum enda hef ég ekki heyrt neitt slæmt um þá og virka fínt. Með 1300 DOHC, einhverntíma voru það sportbílar. Gaman væri að eiga svona G1 hann er 1600 og sportáklæðum en því miður ekki fluttur inn.

Staðalbúnaður bílsins er: Vökvastýri, Veltistýri, Samlæsingar, Styrktarbitar í hurðum, Bein innsprautun, Hiti í afturrúðu, Þurka á afturrúðu, Hæðarstilling ljósgeisla, Bílbeltastrekkjari, NATS-þjófavörn, Útvarp-segulband, 4 hátalarar, Tvískipt niðurfellanlegt aftursæti, Mottur

Græjurnar eru mjög fínar ekkert útá þær að setja.
Stiglaus sjálfskipting. Þetta er ótrúlega þægilegt og eitt sem ég hef aldrei séð áður á sjálfskiptingu er D og Ds Yfirleitt er þetta D,2,1. 2 er þá fer hún í annan en ekki ofar og 1 er fyrsti og þá fer skiptir hún ekki ofar.

Verðin:

Micra Comfort
1,4i 82 hö.
3ja dyra
1.380.000
1.480.000

Micra Comfort
1,4i 82 hö.
5 dyra
1.430.000
1.530.000

Ég mæli með sjálfskiptun hann er svo góður að það er ekki fyndið og persónulega þá finnst mér Micran vanmetin. Kannski er það útlitið. “Mjór og hár”. Og sjálfskipting í litlu gömlu bílunum hafa ekkert verið merkilegar en þessi er ofurmerkileg.

Micra er góður bíll þó hann sé ekkert ofboðslega ódýr. En eyðir engu 5,2 lítrum á 90km/h