Þegar að þið eruð að gera ykkur tilbúin til að keyra og það er snjór á bílnum.
Enga leti skafa af rúðum þaki og húddi. Klaki af húddi fer á framrúðuna og þú þarft að sjá út. Klaki á þaki fer á framrúðuna og getur fokið líka á bílinn fyrir aftan. Þetta allt skapar hættu.
Vegalengd milli bíla á að vera meiri ég þarf ekki að segja ykkur það. Munið 1003 reglan hafið það 1006 eða 1009 þið dæmið.
Þurrkublöð takið klakan, ef hún er með klaka þá þurrkar hún ekki nógu vel. Þrýfið þurrkublöðin reglulega með bensíni, zippo bensin er hentugt. Til eru aðrar vörur en þetta virkar. Bensín á dekkin jább það svínvirkar, tekur tjöruna og þau verða mjúk og fín. Þá fer bíllinn að rása minna.
Þvo að minnstakosti af rúðum og ljósum hitt má vera skítugt. WD40 í bílinn smyrja læsingar eftir þvott. Sprauta á pólana á rafgeymnum og kveikjulokið.
Ljósleysi hjá landanum er merkilega mikið núna þannig að yfirfara ljósin.
Ekki nota hanska við að keyra þetta á að draga úr gripi og viðbragði. Hitið bílinn ykkar frekar og látið hann ganga.
Næsta sem ég segji ykkur er ógeðslega mikilvægt. Hafið miðstöðina ekki á hringrás því þá fyllið þið bílinn af móðu. Svo er þetta athuga frostlög og láta ísvara á bensínið.
Þið hljótið að geta grætt á þessu og ef að einhver vill bæta við þetta þá gjöri hann svo vel.