Já það er alltaf spursmál því að þjónustan er líka vafasöm. Maður gæti allt eins eytt peningum í viðgerð eins og að kasta þeim í vasa umboðanna til þess að segja manni að bíllinn sé í lagi og haldi þar með áfram í ábyrgð.

Svo er það líka það. Öll umboðin gera það að þegja á upplýsingum frá verksmiðjum með galla á bílum. Svo sem gírkassi á VW og Skoda, loftinntakið fræga á 406 svo að eitthvað sé nefnt. Ég ætla að segja þér sögu sem er sönn þannig er. Maður kaupir sér Skoda nýjan í dag er hann 2-3 ára gamall. Gírkassinn fer í honum og viti menn hann þarf að borga nýjan kassa og viðgerð. Hann mótmælir og segjist þekkja dæmi um að 5 hafi átt svona bíla og þetta hafi líka farið í þeim. þeir þræta mas og þras á endanum fær hann þetta í gegn og vei hann “sleppur” við það og þarf bara að borga vinnu.

Frægt var að galant 93 var með gallað swinghjól frá verksmiðju og þeir höfðu kallað inn þetta módel. Nema hvað umboðið segjir frá þessu árið 2000. Og segjir að þeir ætli að gefa öllum sem eiga svona bíl nýtt swinghjól. Þú getur rétt ímyndað þér hvað það er lítill hluti bíla eftir af 93 árgerðinni árið 2000.

Umboðin liggja vísvitandi á upplýsingum og reyna að græða líka á þeim til að þeir geti makað krókinn hjá sér. Hekla er ekki einsdæmi. Toyota kom líka með bilaðan Hilux doublecab.

Taktu eftir einu líka ábyrgð allavega á Skoda er þannig að fyrsta árið er 100% á byrgð annað árið er 70% ábyrgð og þriðja árið er 20% ábyrgð.

Mig langar að vita “ER ÞETTA LEYFILEGT!!” og hvert fór siðferðiskennd umboðanna?. Hún fauk fyrir peninga.

Spurning er betra að eiga nýjan frekar en gamlan, Held ekki. Ef þú átt gamlan skuldlausan þá ert þú að kaupa varahluti í mestalagi 1 á 3 mánaðafresti. segjum að upphæðin sé 20.000

Ef þú átt splunku nýjan þá ertu að borga af láni plús að borga tékk. Og tékk er ekkert annað en að þeir segja þér að bíllinn sé í lagi og þú getur borgað fyrir það frá 10.000 og alveg uppí 80.000. Það þarf pabbi allavega að gera með nýjan Passat.
Hann er leigubílstjóri. Sem gæti verið einhver afsökun til að rukka svona mikið. Ég man ekki á hvað mörg þúsund km fresti bíllinn þarf að fara.

Hann lennti í dæmi með gamla Passatinn að það fór 2 í honum kassinn. Bíllinn í ábyrgð og hann á að borga. Hann gerði það ekki og fékk nýjan kassa í bæði skiptin. En pælum í svíniríinu hann er í ábyrgð og þú átt að borga. Í fyrra skiptið var það þeim að kenna þeir skiptu ekki um olíu á kassanum. En skrifuðu það í tékk bókina.
Þetta segjir þér að tékk hjá þeim getur verið þannig að þeir fara út í síkó horfa á bílinn. Gera athugasemdir úr fjarlægð: Já hann er hreinn, ekkert beyglaður. Hann hlýtur að hugsa vel um hann þannig að við skrifum það bara að við höfum skoðað hann og það fattast ekkert.

Eitt sem ég gleymdi með Skodann er að hann er núna í viðgerð og er að fá nýjan kassa eftir 1 dags þref. Nú spyrjum við okkur afhverju eiga þeir kassa á lager???. Þeir viðurkenna ekki að kassinn sé í ólagi á þessum bílum. En samt er gott að eiga kassa á lager?
Hmmmmm þetta er svolítið súrt.

Að eiga gamlan bíl. Hvað geturðu þurft að yfirfara. kerti, geymir, kveikjulok, kveikjuhamar, kertaþræðir. Allt rafkerfið tipp topp fyrir 20.000 til 30.000 þús kall. Hvað meira bremsuklossar, borðar?? demparar. Segjum að það fari svolítið af drasli í bílnum
stimpilhringja og heddpakkningarsett með vinnu 80.000 kall. Ok þarna eru miklir peningar. Þetta geta verið fjögur til 5 tékk á nýjum bíl. Vélin er þá Tipp topp svo er það kannski boddíið bletta og laga það getur verið dýrt. En svo er það málið sérstaklega með 100.000 til 200.000 króna bíl. Ahh nenni þessu ekki sel í hann varahluti og kaupi mér aðra pútu.

Munurinn er að ef þú átt pútu þá ertu ekki að borga af henni en ef þú ert af því að þá er það ekki mikið. Þú ert ekki að tapa töluverðum fjárhæðum á því að keyra. Því að nýr bíll fellur mest í verði.

Þú getur allt eins keypt þér corollu 93 1300 á svona 300 - 400 þús og gert við allt á henni og þú ert ekki að tapa eins miklum peningum og þú gerir við það að keyra nýjan bíl útúr umboðinu.

Tala nú ekki um vexti á lánum.

Persónulegra er betra að eiga gamlan og skipta þá reglulega en að eiga nýjan. Og munið 3 ára bílar eru bestir nýkomnir úr ábyrgð og á miklu minni pening miðað við þegar að hann var nýr. Svo er ekkert að fara í honum á næstunni.


Mitt álit kaupið bíla með sál og reynslu.