Hefur ykkur dottið í hug að skoða sannvirði nýrra bíla hér á landi miðað við erlendis. Sumir bílar hér eru oft á algjörum bullverðum. Sjáið td. Civic Type-R á kr. 2.900.000 en 2.280.00 í UK. Þar er hann á sama verði og Corolla T-Sport og Golf GTI.
Erum við að gera góð kaup eða borgum við of mikið fyrir of lítið? Ekki það að UK sé eitthvað sérstakt. Verð á bílum þar eru með þeim hæstu í Evrópu en samt oftast hagstæðari en hér, sérstaklega þegar komið er yfir 2.0 lítra mörkin, þá er farið að muna miklu. Þar er samt raunhæfur verðmunur á milli bíla að mínu mati, þ.e hvað maður er að fá fyrir peninginn.
Úrval umboðanna hér er ekki beisið af sportlegum bílum en listi minn yfir nokkra þar sem maður fær (nokkuð) mikið fyrir (tiltölulega) lítið. (Big bang for the buck)
Ísland Bretland
Subaru Impreza WRX 3.080.000 3.074.000
Volvo S40 T4 2.838.000 2.730.000
Fiat Punto HGT 1.760.000 1.788.000
Citroen Saxo VTS 1.520.000 1.690.000
Ford Focus 2.0 1.930.000 1.908.000
Alfa 156 2.0 2.345.000 2.495.000
Mér datt ekki fleiri í hug sem eru á nokkuð góðu róli hér miðað við UK allavega. Gaman væri að fá ykkar álit á þessu og fleiri hugmyndir. Er úrvalið kannski það lélegt að málið sé frekar að finna góða notaða spyrnugræju úti og flytja heim?
Gufi