Þetta er nú bara svona random pæling hjá mér…
En getur verið að gífurleg samkeppni í bílaiðnaði hafi öfug áhrif á gæði bíla? Og þá er ég að tala um venjulega meðalbíla sem svona meðaljónar eins og ég kaupum, ekki ‘alvöru’ bíla. :)
Ef ég væri bílaframleiðandi í dag, myndi borga sig fyrir mig að framleiða bíla sem endast kannski 20-30 ár (með eðlilegu viðhaldi) eða ætti ég að halda mig við bíla sem myndu detta í sundur eftir 10-15 ár. Eins og virðist vera í dag, bílar eldri en 12 ár virðast bara hverfa út í loftið.
Reyndar held ég að fjöldaframleiðsla hafi alltaf einhver áhrif í þessa átt, því ekki villtu láta vöruna þína endast endalaust, þú villt að kaupandinn komi aftur og kaupi meira.
Það virðist vera einskonar þögult samþykki milli framleiðanda, því ekki virðist vera munur á bílum hvort sem þeir eru frá Evrópu/USA/Japan (Reyndar er málið flóknara en svo, ‘japanskir’ bílar sem við kaupum hér eru t.d. flestir framleiddir og oft líka hannaðir í Evrópu, t.d. nýja Corollan).
Helst sýnist mér jeppar endast yfir 12 ár, enda erum við komin í annann verðflokk þar, jeppar eru líka byggðir fyrir meiri átök og þh. Tilviljun?
J.