Jaguar S-Type Ég held ég sé ekki einn um það að finnast útlit Jagúar bíla hafa verið að dala undanfarið og þess vegna gladdi það mig mjög þegar ég sá concept bílinn fyrir nýju S-týpuna og ekki varð ég heldur leiður þegar ég sá svo framleiðslu útgáfuna.

Nýji Jagúar S-Type bíllinn er einn sá allra fallegasti sem ég hef séð frá Jagúar. Hann minnir um margt á gömlu týpurnar sem maður slefaði yfir þegar maður var krakki. Húddið sem fylgir svo skemmtilega eftir línunum á ljósunum og grillinu. Útlit sem bæði Toyota (corolla) og Mercedes Benz (E línan) hafa líkt eftir með misjöfnum árangri, corollan leit hræðilega út en bensinn hinsvegar er gullfallegur.

S-týpan er endurvakning á gömlu S-týpunni sem framleidd var frá 1963 til 1968 og var þá öflugasta týpan frá Jagúar með 3,4 og 3,8 lítra sex strokka línuhreyflum.
Nýja S-týpan heldur uppi merkjum þeirrar gömlu með Type-R bílnum sem er með 400 hestafla 4,2 lítra 32ventla supercharged V8 sem flengir þessum 1800 kílóa bíl uppí 100Km/klst á 5,3 sekúndum.

Grunn bíllinn er með 240 hestafla Ford 3,0L V6 en einnig er hægt að fá hann með 281 hestafla 4,0L Jagúar V8. Bílarnir kosta frá 26.700 pundum fyrir 3,0L venjulegan uppí 38.400pund fyrir 4,0L sport útgáfu í útlandinu en Type-R bíllinn kostar 47.400 pund.

Venjulega S-Týpan er í svipuðum flokki og BMW 328 og 540, Mercedes-Benz E320 og E430, Lexus GS300 og GS400, Audi A6 og Lincoln LS.
Type-R hinsvegar er í sínum eigin flokki þar sem han dundar sér við að hrella bíla eins M5 og AMG moddaða Mercedes-Benz E-class.

Rx7