Kannski dálítið misvísandi heiti á grein. En ég mátti til með að henda inn smá klausu um eftirfarandi bíl.´
Þegar ég var að skutla dóttur minni í leikskólann í morgun situr þar fyrir utan bíll sem ég átti alls ekki von á að sjá hér ehima, hvað þá splunkunýjann. Bíllinn sem um ræðir var hinn nýji JAGUAR X-type og það spánýr ljóssanseraður og einn með öllu eftir því sem ég gat best séð.
Þetta eru dýrir bílar hvernig sem á það er litið. Grunnvélin er 2.5 lítra V-6 og 194 hestöfl þannig að þetta er allavega engin kveif þegar kemur að aflinu. Hin vélin er 3 lítra og 231 hestafl.
Ég myndi telja líklegt að þessi bíll sé á svipuðu verði og einn af keppinautunum sem er BMW 330. Það má því áætla að grunntýpan af þessum bíl kosti um fjórar milljónir og þeir séu að skríða fullbúnir í 7 milljónir. Grunnverðið gæti þó hæglega verið nær 5 milljónum.
Þetta er ánægjulegt í ljósi þess að það virðist ennþá vera líf í bílamarkaðnum og líklegast að þessi bíllhafi verið fluttur inn af Brimborg sem er umboðsaðili Jaguar á Íslandi.
Ef svo er þá eru yfirgnæfandi líkur á að við fáum að sjá fleir svona bíla koma hingað til lands og jafnvel S týpuna eða XJ. Það væri kærkominn viðbót við lélegt úrval forstjórabíla á landinu sem samanstendur á undarlegan hátt oftast af jeppum og svo millistærðar Benz eða BMW. Þetta myndi líka auka líkur á að við sjáum Focus í meira spennandi útgáfum en 1.6 Ghia!
Veit einhver eitthvað meira um þennan bíl eða hver á hann?