Hér er nokkuð sem ég hef oft velt fyrir mér, en það er hver ástæða þess er að fólk kaupir bíla sem fyrir mína parta eru alveg óskiljanlega leiðinlegir í útliti, umgengni og akstri. Þetta eru bílar fyrir fólk sem ætti með réttu bara að taka strætó.
Nú er ég viss um að allir hafa sínar skoðanir á því hvað séu leiðinlegir bílar og ég hef mínar hugmyndir um að sumir framleiðiendur eigi fleiri fulltrúa en aðrir, og jafnvel einhverjir framleiðendru engan fulltrúa á þessum lista.
Það væri einnig gaman að sjá hvort að áreiðanleiki sem er náttúrulega mjög leiðinlegur eiginleiki ;) loði við þá bíla sem fólk telur leiðinlega.
Ég ætla að tilnefna nokkra bíla hér með og vona að þið gerið slíkt hið sama og útskýrið afhverju ykkur finnst þessi bíll svona leiðinlegur (BORING).
Í ekki neinni sérstakri röð;
Toyota Corolla fram til 2001. Þessir bílar hafa alltaf farið í taugarnar á mér ef undanskilin eru árin í kringum 1988 þegar bíll þessi var svo heppin að hafa útlitið með sér og náttúrulega nokkuð skemmtilega Gti bíla. Þessir bílar eru alveg hundleiðinlegar dósir, kraftlausir með öllu og þröngir, með lítið farangursrými, herfileg áklæði og óspennandi útbúnað og náttúrulega líka einstaklega ljótir (sérstaklega þessir með froskaljósin). Ég hef þurft að aka svona bíl nokkrum sinnum og þetta er einna fáum bílum sem ég hef enga ánægju af því að aka.
Suzuki Baleno 4WD, ég var á svona bílaleigubíl um daginn og þetta er svipað og toyotan, hann var þó betur búinn og minna pirrandi að innan en samt sem áður mjög leiðinlegur bíll og svo var hann sko langt frá því að vera sparneytinn með yfir 14 lítra í bænum í snjónum…. svo finnst fólki Bimminn minn eyða miklu???
Nissan Almera. Mjög góður og leiðinlegur bíll, nú er ég ekki að tala um þennan nýjast þar sem ég hef ekki prófað hann heldur bílinn þar á undan. Herfilegt útlit og Corollu bragur á öllu nema aksturseiginleikunum sem eru þokkalegir þrátt fyrir allt. Ég gæti vel trúað að þessi bíll sé skemmtilegur með 2 lítra Gti vél, en annars ekki.
Ég er að reyna að hugsa um einhverja aðra bíla en japanska sem eru svona leiðinlegir en dettur ekkert í hug.
Þó eru til nokkrir bílar sem eru leiðinlegir vegna þess hve illa hefur verið að þeim staðið, bílar sem annars væru hreint ágætisbílar.
Ef maður útvíkkar þannig þá eykst úrvalið nokkuð. BMW 316i… ég finn alltaf til með þessum bílum.
Golf 1.4 JOKER er náttúrulega bara JOKE en ekki “ER”.
Opel Astra 1.4 sjálfskiptur hefði nú átt að fá bjartsýnisverðlaun Bröste.
En eins og sjá má þá eru engir amerískir bílar þarna, og heldur engir ítalskir, enskir eða franskir. Þeir bílar hafa nefnilega alltaf karakter þó það skorti kannski á ýmislegt annað og svo byggist þetta að sjálfsögðu á bílum sem ég hef einhverja reynslu af.
Endilega komið með þá bíla sem ykkur finnst leiðinlegastir af öllu.
Og segið mér hversvegna. Og svo er ykkur náttúrulega frjálst að skjóta á mitt val:)