Sól á lofti...... Nú er sólin farin að láta aðeins sjá sig og veður er stillt (eftir rok síðustu daga) og þá kemur aftur upp þetta ógeð hjá mér sem ég hef á nagladekkjum.

Rykið síðustu tvær vikur hefur verið með ólíkindum, götur algerlega auðar og naglarnir bryðjandi malbikið út um allar trissur. Þetta er óheilsusamlegt og fáránleg peningasóun að rústa götur borgarinnar á hverjum vetri. Þessum peningum væri betur varið í að byggja upp betri almennings samgöngur eins og nýtt leigubílakerfi eða sporvagna eða bara underground…. ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það er tímaspursmál hvenær gatnakerfi borgarinnar springur alveg og þá þarf hvort eð er að fara út í svona framkvæmdir.

Nú var að fara í gang eitthvað umferðarátak hjá VÍS og Bylgjunni, en þeir fyrrnefndu eru frægir fyrir að apa eftir norskum eða sænskum öryggisáróðri (þegar allir vita að umferðaröryggi er með því mesta í Þýskalandi) og vilja lækka umferðarhraða enn frekar. Það var sérstaklega minnst á hraðakstur sem hættulegann og vitnað í nýtekinn fjölda fólks (60 karlar og ein kona;)) til vitnis um að það þurfi að taka á þessu vandamáli.
Ég vil bara vekja athygli á því að það er gatnakerfi borgarinnar sem heldur uppi þessum hámarkshraða, ef við keyrum mikið hægar en 10-20 yfir hámarkshraða þá væri bara allt stopp allstaðar (alalvega á álagstímum. Og fyrir utan það að þá eru þessir 60 manns fæstir teknir fyrir ofsaakstur, þetta er örugglega allt fólk sem er tekið á þeim hraða sem allir keyra á alla daga. Þetta er sama liðið og er sennilega mest með á nótunum og vel vakandi í umferðinni en ekki sofandi á 50 kmh á vinstri akrein eins og allt staffið hjá VÍS er væntanlega.

Það væri nær að taka grunni vandans til að fækka slysum en að koma með einhverja fáránlega herferð til að minnka ökuhraða sem er ekki svo slæmur og ekki svo hættulegur í stað þess að laga gatnakerfið og almenningssamgöngur… annað er hræsni og ekki til þess fallið að vekja traust á þessu fyrirtæki.

Ég á mér þann draum að geta tekið sporvagn, leigubíl eða strætó (ekki eitthvað 60 manna flykki sem enginn notar) og geta svo eytt kvöldum eða helgum á mínum sportar á Track days eða akandi um landið og njóta þess að keyra fyrir aksturinn sjálfan en ekki vegna þess að ég verð að nota bílinn til að komast á milli staða.

Ég skora á ykkur að muna eftir þessum vetri þegar þið veljið dekk undir bílinn næsta vetur og ekki vera aumingjar á nöglum, keyrið eins og menn á naglalausum dekkjum og bætið andrúmsloftið fyrir alla og sparið um leið pening fyrir gatnamálastjóra þannig að hægt verði að byggja upp almennilega borg með góðum samgöngum.