Öryggisbúnaður í bílum...gamlir bílar betri? Þetta var upprunalega skrifað sem svar við korki hjá sniff. Svarið reyndist lengra en ég bjóst við, og bara nokkup gott efni í grein.

Það sem sniff heldur fram:
Gamlir kaggar eru öruggari en nútíma bílar.

Ég verð að segja eitt…eða tvö orð, “rugl” og “vitleysa”. Það eina sem þú hefur rétt fyrir þér um, er þetta með bætta umferðarmenningu, það er akkúrat það sem þjóðfélagið þarfnast.

Það sem er vitlaust, ef þú ert á skriðdreka…sem rekst á annan skriðdreka…báðir með 100 Km/h, heldur ÞÚ að þú myndir lifa af?
Hélt ekki, með þyngri, stærri, HARÐARI bílum, eykst slysahættan mjög mikið. Fólk fær öryggiskennd við það að það heldur að það sé “verndað” af grind bílsins. Það er kolrangt!
Bílarnir stoppa kannski við áreksturinn, skaðinn er kannski ekki mikill, en farðegarnir í bílunum halda áfram á 100 km/h beint á rúðuna eða það sem hendi er næst. Það er til nokkuð sem kallast “krumpusvæði” sem þú ættir kannski að kynna þér nánar, því ég efast um að þú vitir nokkuð um hvað þú ert að tala. Krumpusvæðin virka eins og ef þú myndir setja púða framan á bílinn, höggið er mun mýkra.
Gömlu bílarnir eru mjög þungir= MUN erfiðara að stýra og stoppa. Veist þú hvað skriðþungi er?
Veist þú hvaða lögmál hann blessaði Newton uppgötvaði?

ABS bremsur hafa bjargað mannslífum, þó ég viðurkenni að það hafa orðið skelfileg slys vegna þeirrra. Fólk getur með þeim, stýrt framhjá hindrunum meðan það er að bremsa. Það er ekki spurning að ABS bremsurnar björguðu mér um daginn þegar ég var að koma að gatnamótum í hálku, ég kom á mun minni ferð og bílarnir sem voru að keyra yfir náðu að hægja á sér áður en ég rann yfir. Það slæma við ABS bremsurnar er það að sumt fólk (sérstaklega gamlir bílstjórar) kann ekki að nota þær, það bremsar og beygir í þeirri von að “skrensa” en í stað þess, þá beygir bíllinn(oft inná vitlausan vegarhelming) og lendir þar framaná öðrum bíl.

Loftpúðar(airbags), Þetta er góður vinur bílstjóra. Þetta hefur bjargað fjölmörgum mannslífum því hann deyfir höggið mjög. Þeir hafa þó (eins og annar öryggisbúnaður) valdið slysum vegna rangrar notkunar. Dæmi: móðir ein í usa var að keyra einhverstaðar á sveitavegi þegar bíllinn rann til á hálkubletti og lenti á tré. Höggið var ekki mikið svo hún slasaðist ekki. Þó blésu loftpúðarnir út, þeir deyfðu höggið hjá henni. En 5 ára sonur hennar sem sat hliðiná henni í framsætinu var ekki eins heppinn. Þegar loftpúðinn blés út, lenti hann á höfði barnsins sem bognaði afturábak og braut hálsinn. Þetta var vegna rangrar notkunar. Ég miða við það að börn í framsæti megi EKKI vera minni en 150-160 Cm að hæð. Þau fara í aftursæti.

Bílar í dag eru MUN betur hannaðir í ljósi athugana og prófana.
Það voru t.d. til bílar fyrir einhverju síðan sem SPRUNGU ef keyrt var á þá úr sérstakri átt, ég man ekki hvaða gerð þetta var. Þeir eru með styrktarbitum í í kringum ökumann og farþega til að vernda þá frá aðskotahlutum(eins og vélinni) sem, við mjög þungt högg, getur kramið fætur ökumanns.

Ég veit að bílar eru hættulegir, það ætti maður að vita í ljósi þess að þó nokkrir eru dánir, strax á fyrsta mánuði nýs árs. Það sem við þurfum er meira upplýsingaflæði til fólks svo það viti hvernig og hvenær það á að nota öryggisbúnað í bílum.
Heimildir: izelord
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.