Samkvæmt lögum er fötlun að vera dvergur (lágvaxinn).. því
fylgir víst einhver bílastyrkur, þó ég sé ekki með á tæru hvað það hljóðar uppá mikið, en styrkurinn er til að breita bifreið svo að lágvaxinn maður geti notað hann.
En hvað með þá sem eru hágvaxnir, eða stórir ?
Eins og flestir vita eru þessir hefðbundnu bílar í dag ekki ýkja stórir, og lofthæðin passar tæplega manni yfir 190cm í mörgum bifreiðum, og sætisbreiddin bíður ekki betur hlutföllin.
Og þeir sem eru um og yfir 205cm á hæðina, eða miklir vexti eiga ekki 7 dagana sæla að troða sér í almennan nútíma fólksbíl, og veit ég mörg dæmi þess, að þessir einstaklingar hafa þurft að eiða uþb 90-130% meiri fjármunum í bifreiðakaup og rekstur á sínum bifreiðum af þessum sökum en venjuleg manneskja.
Nú var ég að horfa á þátt um Jóhann risa, og þar var talað um stærð hans sem fötlun. Ætli það sé hægt að segja að menn sem skera sig úr varðandi stærð séu fatlaðir? Og ætti þá ekki að líta til þeirra mála með sömu augum og dverga ?
Ég var nú ekkert að krifja þetta mál neitt.
Þetta er bara svona smá íhugun, og engar fordæmingar í spilinu, langar bara að sjá hvað aðrir hafa að segja um þetta ;)
SjÉ!