Orðrómur er á kreiki um að framleiðendur James Bond hafi komist að samkomulagi við Ford/Aston Martin um að Bond færi ferða sinna á Aston Martin Vanquish V12. Aston Martin hefur áður sést í Bond t.d. var Bond á DB5 í Goldfinger, Thunderball, On Her Majesty's Secret Service og Goldeneye, en einnig sást Volante í The Living Daylights. Ég verð amk ánægður að sjá Bond á alvöru bíl, í staðinn fyrir BMW Z3 kellíngarbíl. (Bond á þýskum bíl? Helgispjöll!!)
Smá info um Vanquish, svo þessi grein eigi frekar heima hérna á Bílum en Kvikmyndum:
450hp, 5.9 lítra V12 vél, þessi vél kemur þessum annars þunga (1800kg) bíl í 100km/kl á 4.5 sek og með hámarkshaða um 300km/kl
Ekki sakar að þetta er ólíkt virðulegri bíll en Z3