Ég sá hérna fyrri þráð um Alfa Romeo. Sjálfur á ég einn svona 156 Selespeed (Hálfsjálfskiptur) sem ég er reyndar að selja (Er <a href="http://www.3d.is/bilasolur/leitarvel/Multi_SoluskraItemInfo.asp?BilaSala=10&ID=102419&LISTTYPE=SOLUSKRA“>hér</a> á Evrópu Bílasölu ;) ).
Mér finnst þetta frábær bíll, þótt hann henti ekki vel í innanbæjarakstur hérlendis nema þegar hann er í fullsjálfskiptum ”ham“ en þegar vegirnir eru aðeins lengri er þetta draumur í (ekkert svo dýrri) dós.
Sjálfur hef ég farið með hann á verkstæði þótt hann sé innann við árs gamall, en alltaf verið eitthvað smávægilegt sem hefur bara verið lagað, eins og biluð rúðumótor og framljós sem er reyndar algengt með þessa bíla, takið eftir næst þegar þið sjáið 156, töluverðar líkur á því að annað framljósið sé bilað :)
En burtséð frá því, bílinn er verulega fallegur, ágætis afl í honum en ef þú ýtir ekki duglega á bensíngjöfina þá virkar hálfsjálfskiptingin eins og hún sé mjög seinvirk. Umboðið sjálft er svosem ágætt en margt mætti bæta ;)
En það sem vakti athygli mína þó var umræðan um spoilera og fl. því sumir vildu einfaldlega ekki sjá þá á Alfa, eins og ég sjálfur, en aðrir vildu troða hálfu tonni af aukaplast, setja felgurnar í 21” (hver þarf á gúmmi að halda þegar þú hefur ál!!) og helst neon og vökvatjakka a la mehígó (sploing-sploing).
Sjálfum finnst mér þetta í mörgum tilfellum eyðileggja bíla, og hefur oft verið nefnt nafnið “rice-boy” í því samhengi þótt mér finnist það ekki við hæfi, en með Alfa Romeo er ég algjörlega á þeirri skoðun að ekki setja svona mikið af drasli á þá! Þetta eyðileggur allar línur bílsins að mínu mati. Aðrir bílar beinlínis þurfa á þessu að halda, væru annars ekki mikið fyrir augað(Lesist Impreza) þótt hann eflaust lengir kynfæri karla um nokkrar tommur þegar maður sest í hann.
Stillum breytingum í hóf, gleðileg jól, og já, sendið líka tilboð í bílinn minn, ég skal gefa 50.000 Kr. afslátt ef þú segist hafa lesið greinina á Huga ;D