OPEL VX220 Smá grein hérna um bíl sem að er forvitnilegur og ætti að vera sjáanlegur hér heima.

Bílheimar eru með umboðið fyrir Opel eins og flestir vita og hafa selt talsvert af þeim bílum síðustu ár. Þeir hafa einnig lagt nokkurn metnað í að bjóða upp á sportlegri gerðir og boðið meðal annars uppá Tigra og Coupé og selt eitthvað af þeim bílum.

Bílheimar ættu því að geta flutt inn Opel VX220 sem eftir því sem ég best veit byggður að nokkru leiti á Lotus Elise sem allir ættu að þekkja og er annálaður fyrir frábæra aksturseiginleika. Opelinn er hinsvegar með 2.2 lítra 147 hestafla vél og þykir nokkuð sprækur og getur meðal annars náð 100 kmh á undir 6 sekúndum. Það sem meira er…. bíllinn kostar það sama og Impreza WRX í Bretlandi. Það ætti að þýða svipað verð hér heima eða eitthvað undir 3.3 milljónum. Persónulega þá á ég nú ekki pening fyrir því, en fyrir þá sem synda í seðlum og hafa almennilegan áhuga á bílum þá ættu að kvikna á einhverjum bjöllum. Þarna er hægt að fá bíl með svipaða akstureiginleika og jafnvel með meiri kraft en Lotus Elise! Þennan bíl er hægt að panta hjá umboði í bænum og það væri ekki stórmál að þjónusta hann þar sem hann notar að miklu leiti sömu vélar og gírkassahluti og núverandi framboð Opel bíla sem eru nýbyrðjaðir að fást með 2.2 lítra vélinni.

Opel VX220 er tveggja manna blæjubíll eða speedster eins og Opel vill kalla hann. Hönnunin er djarfleg með skörpum línum og innanrýmið er vel hannað og frumlegt og nokkur vinna hefur verið lögð í smáatriði eins og starthnapp, burstað ál og mælaborð.

Einhvern tímann í sumar spurði ég þá hjá Bílheimum hvort þessi bíll yrði fluttur inn, þeir söðgu nú að svo væri þó hann sé ekki kominn ennþá. Nú sem aldrei fyrr er ástæða fyrir bílaumboðin að hrista af sér slenið og bjóða bílana sem laða fólkið í umboðin á sanngjörnu verði og gera bílaflóru landsmanna fjölbreyttari! Ég vona því að við sjáum þenna bíl hér á götunum ekki seinna en næsta sumar……