Hjá Westfield styttist í furmsýningu á nýjum bíl í ætt við Caterham Fireblade og Blackbird, bíllin frá Westfield verður með Susuki Hayabusa vél 1.3 lítrar. Hestafla talan er ekki komin ennþá en áður hafði Westfield notað þessa vél í Westfield Megabusa (???) og þar er hún 175 hestöfl. Í þessari útgáfu er bíllinn um 3.2 sekúndur í 100 kmh hraða og það verður nú að segjast eins og er að það er svæsið upptak! Hugmyndin að nota mótorhjólavélar í bíla virðist vera að ryðja sér til rúms og hefur vakið athygli á keppnisbrautum Bretlandseyja upp á síðkastið. Þessir bílar eru léttari sem tryggir fljótari hringi á brautinni en þeir þjást hinsvegar af litlu togi sem háir þeim helst í daglegum akstri. Langflestir þessara bíla eru hinsvegar ekki notaðir til daglegs brúks, heldur sem svokallaðir “track cars” og eru þeir hreint frábærir til þess.
En, eins og allir vita þá eru Westfield bílar nokkuð svipaðir Caterham í útliti og reyndar í flestu öðru líka. Hinsvegar eru Westfield bílarnir talsvert ódýrari og það er akkúrat málið! Nýr WESTFIELD XTR2 á að kosta frá 12.950 pundum ósamsettur! Það reiknast mér gróflega til að sé eitthvað um rétt rúmlega tvær milljónir. Það getur ekki talist annað en lítill peningur fyrir tveggja manna blæjusportara með frábæra aksturseiginleika sem er aðeins 3.2 sekúndur í hundrað!
Það er líka athyglisvert að fullsmíðaður mun hann kosta nálægt 3.5 milljónum og er athyglisvert hve munurinn er mikill, ástæða þess hlýtur að vera sú að það taki talsvert lengri tíma að smíða Westfield í bílskurnum heldur en Caterham, en það mun víst taka eitthvað um 70 tíma að setja saman Caterham (þó segir heimasíða Westfield að það taki 120 tíma).
Þessi nýji bíll jarðar líka gjörsamlega Westfield SEight sem er reyndar um 200 hestöfl, en þar kemur bersýnilega í ljós þyngdarmunurinn á milli véla mótorhjólavélunum í hag þar sem 8 strokka bíllin er rúmri hálfri sekúndu lengur í hundraðið.
Ástæðan fyrir þessari grein var fyrst og fremst sú að maður hafði alltaf einblínt á Caterham og ekki gert sér grein fyrir því að svipað eða sama performance væri fáanlegt fyrir mun minni pening en samt sambærilegan bíl.
Ég vafraði einnig nokkuð um á netinu og sá t.d. notaðan Westfield mjög fallegan á innan við 5000 pund (http://www.findit.co.uk/cars/westfield/173742.htm), spurningin er því sú…… eftir hverju er maður eiginlega að bíða??????