Mér datt þetta í hug í framhaldi af Impreza/Camaro spjallinu sem var komið af stað neðst í greininni hér á undan.
Það sem ég var að velta fyrir mér er hvaða spyrnutækni menn beita. Ég var að browsa netið eins og oft áður, leitandi að einhverju ítarefni um bílinn minn. Nema hvað, ég datt niður á umræðu um hvernig menn spyrna mismunandi.
Flestir höfum við nú gaman af því að spíta dálítið í t.d. á góðum auðum vegi, helst á umferðarljósum.
Menn virðast hinsvegar beita mjög mismunandi tækni. Sumir eru óhræddir við að refsa bílnum eins og Mal3 orðaði það og persónulega þá fæ ég mig eiginlega ekki til þess. Þá er vélin þanin í sirka 3500-5000 (eftir bílum eðlilega) þúsund snúninga og kúplingunni annað hvort sleppt alveg, eða mjög snögglega. Þetta bíður uppá hámarkshröðun á mörgum bílum t.d. 4WD bílum og þeir bókstaflega rífa sig af stað, en þetta eru hinsvegar geysileg átök fyrir drif og gírkassa og oft má finna ansi mikla hitalykt á eftir. Síðan er skipt eins snögglega/harkalega í annan og svo kannski þriðja eftir því sem við á. Þessi taktík virkar hinsvegar ekki á kraftmiklum (300 hö+) afturhjóladrifnum bílum, það eru allar líkur á að hann fari í spól og fari þá hvergi! Sumir reyna að finna út hve langt þeir geta farið án þess að spóla.
Aðrir setja hinsvegar bílinn rólega niður í startinu og gæta þess að missa hann alls ekki í spól. Þá er t.d. lónað í 2500-3000 snúningum og svo botnað um leið og kúplingunni er sleppt og tekið af stað með lágmarksdrama, þá er gjarnan skipt í annan á ákveðið á hárréttum tíma en ekki endilega með sem sneggstri skiptingu, meira áríðandi er að ná góðri skiptingu og halda snúningnum uppi. í þessu er mikilvægt að bíllin hökti ekki af stað og það er mikill mismunur á hvernig þessi taktík gefst á milli fram, aftur og fjórhjóladrifsbíla.
Jafnvel hefur maður séð menn reika af stað í fyrsta, spóla í öðrum og jafnvel ná að snúa hjólunum í þriðja gír, en það er ekki líklegt til að gefa góðan árangur þó dramað sé mikið. Þá eru menn að snúa vélinni frá jafnvel 5000 snúningum og upp að rauðlínu og sleppa kúplingunni svo mátulega hægt og hálpartinn að snuða hana og sleppa svo alveg þegar bíllin er kominn af stað.
Fjórði hópurinn eru þeir sem eru mestu fantarnir finnst mér, þeir botna og sleppa gjörsamlega kúplingunni og sleppa öllum hestunum beint á drifið í einu….. það er refsing!
Persónulega aðhyllist ég 2500 snúninga og svo sleppa kúplingu hægt en ákveðið, botna svo þegar bíllinn er kominn af stað, slaka aðeins í 4500 snúningum (svo hann spóli ekki þar) botna svo aftur og upp að rauðlínu, skipta í annan snöggt en örugglega (það er ferlegt að missa gírskiptingu úr) og botna aftur, þetta skilar mjög góðri hröðun án nokkurs drama og annar gírinn dugar vel yfir 100 kmh.
Ekki veit ég hvaða taktík menn beita almennt en það hljóta vera mismunandi skoðanir á þessu og gaman væri að fá einhver viðbrögð og lýsingar á því hvernig menn telja best að taka spyrnu… munið svo bara að halda götunum öruggum!