Þriggja milljóna króna draumabíll Þér áskotnuðust nýlega þrjár milljónir ISK og eins og sönnum bílaáhugamanni áformar þú að eyða aurunum í nýjan bíl. Og eins gott að gera það fljótt áður en íslenska krónan verður verðlaus. Stóra spurning er svo auðvitað: Hvað skal kaupa? Hverjir eru draumabílarnir í þessum flokki? Svipað topic hefur komið upp hér áður, reyndar fyrir dágóðum tíma síðan, en ennþá hef ég ekki hitt þann bílaáhugamann sem hefur ekki viljað spekúlegar um draumabíla sína þannig að það ætti að vera óhætt að endurvekja þetta topic.

Við skulum miða við bíla sem kosta 3 milljónir nýjir út úr umboði og án aukahluta, svo gætu menn viljað flytja eitthvern nýlegan gullmola erlendis frá og svo ætti að vera möguleiki að finna eitthvað notað fyrir þennan pening hérlendis. Og til að breikka aðeins möguleikana þá skulum við setja skekkjumörk uppá ca plús/mínus 400 þúsund krónur.

Hérna koma þeir bílar sem ég myndi spá í:

Subaru Impreza WRX:
Bíll sem þarf ekki að kynna fyrir bílaáhugamönnum. Afkomandi margfalds heimsmeistara í rallakstri, 218 hestöfl, 5 gíra beinskiptur gírkassi, frábært AWD drifkerfi og stíft fjöðrunarkerfi í ætt við rallíbíla. Galli kannski helstur sá að bíllinn lætur frekar lítið yfir sér óbreyttur útlitslega en alveg magnað tæki og eflaust einhver besti akstursbíll sem fáanlegur er fyrir þennan pening.
Verð: 3.080.000

Lexus IS200:
Fáanlegur bæði sjálfskiptur og beinskiptur og yrði sá beinskipti að sjálfsögðu fyrir valinu. Mjög fágað og flott útlit enda Lexus lúxusmerkið frá Toyota. Afturdrifinn, 6 gíra beinskiptur gírkassi en einungis 155 hestöfl sem tryggir hröðun uppí 100 km/klst á 9.5 sekúndum sem er eflaust stærsti gallinn við þennan bíl, fyrir utan kannski hátt verð á varahlutum.
Verð: 3.150.000

Mitsubishi Galant Avance V6
Fox flottur bíll en virkar á mann eins og hann sé dálítill of stór. Kannski ósjálfráð viðbrögð eftir að hafa horft á Tommy Makinen slæda rassgatinu á nýja Lancernum sínum utaní hvað eftir annað í breska rallinu. Framdrifinn og með 2500 cm3 vél sem skilar 163 hestöflum en stærsti gallinn er náttulega sá að hann er eingöngu fáanlegur sjálfskiptur.
Verð: 3.065.000

Honda Civic Type R
Þessi bíll hefur mikið verið hér í umræðunni enda official frumsýning hérlendis núna um helgina. 3ja dyra bíll og því mun ópraktískari heldur en bílarnir sem taldir hafa verið upp hér að ofan. Framdrifinn, 200 hestöfl og Type R merkið sem dregur mann að eins og sterkur segull en gallinn er að mínu mati útlitið sem er ekki nógu sportlegt og of hátt verð.
Verð: 2.899.000

Toyota Celica 1.8 GTS:
Annar 3ja dyra bíll hér á ferð sem er reyndar ekki enn kominn í sölu hérlendis. Framdrifinn, beinskiptur og á að skila 180 hrossum en gallinn er útlitið en þetta look á Celicunni hefur aldrei náð að heilla mig.
Verð: Ekki vitað

Opel Astra Coupé Turbo
Valinn fallegast bíll í heimi af dómnefnd bílaspekúleranta enda áttu fáir von á því að Bertone tæki allt í einu uppá því að fara að hanna ljóta bíla. Framdrifinn, beinskiptur og pumpar út einum 190 hrossum í túrbóútgáfunni ef ég man rétt. Hef sjaldan skemmt mér eins vel þegar sölumaður á frumsýningunni á bílnum tjáði mér að þetta væri svar Bílheima við Impreza Turbo.
Verð: Eitthvað um 3 milljónir seinast þegar ég vissi og víst eingöngu fánlegur í sérpöntun.

OK, þetta er listinn sem mér kemur fyrst upp í hug. Endilega bæta við fleiri bílum sem passa inn á listann td eitthvað franskættað og ætli Ford Focus RS kæmist inn.

Og svo auðvitað að velja sinn draumabíl eða draumabíla ef menn geta ekki gert upp á milli og ef þátttaka verður góð er aldrei að vita nema niðurstöðunum verði smellt inná kubbinn þar sem niðurstaðan úr kosningunni um besta bíl fyrr og síðar var birt.

Niðurstaðan:
Draumabíllinn minn fyrir 3 milljónir er Subaru Impreza WRX.