General Motors ákváðu í kringum 1949 að fara í samkeppni við röð innfluttra Evrópskra sportbíla í BNA með úr varð Corvette.
En í lok ársins 1952 er Nýr bíll kynntur frá þeim á GM Motorama sýningunni í Detroit, en aðeins 6 mánuðum eftir þá kynningu kemur fyrsta “vettan” af færibandinu í Flint Michigan, eða nákvæmlega 30 júní 1953.
En voru fyrstu Vetturnar eingöngu fáanlegar sem 2. sæta blæjubílar, “Polo White” á litinn með rauðri innréttingu, hver og einn handgerður í fallegri trefjaplastskel sem var hönnuð af Harley Earl. En skelin sat á styttri útgáfu af fjölskyldubíl frá GM með 259cm hjólhaf.
En þessi Vetta var með svokallaðri “Blue Flame Special” vél sem var í raun endurnýjuð útgáfa að gömlu 235 cid, 6 cylendra mótor frá GM, sem var að orka í kringum 112 kW (eða um 150 bhp).
Driflínan var drifin af 2 gíra powerglide skiptingu.
En Vetturnar þóttu of dýrar til að byrja með (það átti þó allt eftir að breytast), þar sem á þessum tíma voru þær að kosta meira en hvaða Jaguar eða Cadillac sem kom út úr verksmiðjunni, þannig að aðeins 183 eintök voru seld árið 1953 (enda orðnir þvílíkir safngripir í dag).
Þurfti þá á breytingum að halda þar sem árið 1955 höfðu engöngu 700 bílar verið seldir, en það var Zora Arkus-Duntov, vélahönnuður hjá GN sem ákvað það að Corvettan þyrfti á V8 að halda og betri aksturseiginleikum.
1956 var vettan endurgerð með frægu “kúptu” hliðum, upprúllanlegum gluggum á hliðum bílsins og var hægt að velja um að fá “hard top” sem hægt var að taka af.
6 cylendra vélinni var skipt út fyrir 265cid V8 mótor (145kW eða 195 bhp).
En árið 1957 var vettan einnig kynnt með þeirra öflugustu vél til þessa eða 283cid V8 sem framkallaði um 165kW (220 bhp), sem var með stórum 4 hólfa blöndung (þótti mikil nýjung á þessum tíma).
2. kynslóð Corvettunnar kom á götuna árið 1963 með “Sting Ray” boddýið. 2 manna kúpubakur (fyrsta vettan sem var ekki með lausum topp) með þessum furðulegum “split rear window” stíl eða það voru 2 rúður í baki bílsins.
En í þetta skipti kom bíllinn með sjálfstæða fjöðrun að aftan, innspítingu (þó ekki beina innspítingu). En þann bíl gast þú líka fengið í brautarútgáfu en Z-06 bíllinn var líka hannaður af Arkus-Duntoz. En sá bíll fékkst með 327cid V8 og risastórri 427cid vél sem skilaði 324kW (435 bhp), diskabremsum að framan og aftan ásamt fleiri búnaði.
Einnig var hægt að fá lúxusútgáfur af Vettunni en í þeim voru m.a. Glussastýri, loftkælingu og leðursætum.
Árið 1968 verður dramatísk breyting á útliti bílsins sem er nánast alveg eins og Mako Shark II conseptbíllinn.
Þessi nýja vetta kom einnig með földum rúðuþurrkum, og T-toppum sem hægt var að taka af á kúpubökunum.
Hægt var að fá mörg mismunandi hjörtu undir húddið, en þar á meðal var 327 cid V8 L79 vélin sem skilaði 261 kW (350 bhp) og L89 álhedd sem aukabúnaður fyrir L71.
Met var sett í sölu þegar 28.566 eintöl voru seld þá, en þá heitir bíllinn í raun bara “Stingray”. En kúpubakurinn seldist í fleiri eintökum en blæjuútgáfan í fyrsta skipti í sögu Corvette.
1973 varð smá breyting á útliti bílsins, en krómhlutir fækkuðu til muna og fleiri hlutar voru málaðir í staðinn.
Vélarnar voru niðurtjúnaðar örlítið vegna umkverfislaga sem varð til þess að þær minnkuðu nokkuð í afli, en þeir kinntu bílinn með endurnýjaðri 350cid mótor sem skilaði ekki nema 153kW (205 bhp).
En þetta var líka seinasta árið í bili fyrir blæuútgáfuna, þar sem minnkandi sala og öryggisástæður urðu til þess að framleiðslunni var hætt.
En árið 1978 kemur út 25 ára afmælisútgáfa með “fastline” þaki, 2ja tóna lakki og 4ra gíra beinskiptum kassa, ásamt því að öflugri 350 mótor var settur undir húddið.
Árið 1984 kemur ný vetta á götuna, en útlit bílsins var mikið breytt og nútímavætt mikið, en engu að síður var strax hægt að sjá að þetta var Corvetta. Hægt var að fá þessa vettu sem Hatchback, Coupé, og sem blæjubíl aftur.
Boddýið var ennþá úr trefjaplasti en ný fjöðrun og grind sem eingöngu var úr áli urðu til þess að loksins þótti Vettan vera orðinn góður akstursbíll.
Bíllinn var boðinn með gömlu 350cid (205 bhp) vélinni en nú var hægt að fá hana með 4 gíra kassa sem var með hvorki meira né minna en 3 yfirdrifsgírum.
He-man kúplingin, þungt stýri og þungar bremsur voru áfram í bílnum og hélt hann því áfram sem ákveðin “muscle car” status, og ef það voru einhverjar gagnrýnisraddir á bílinn voru þær helst um bjánalegt digital mælaborð, óþægilegar hurðar og lélegan akstur í bleytu..
Árið 1990 kemur nýr ZR1 á markaðinn og fær hún strax nafnið “King of the hill”, enda fékk þessi vetta nýja LT5 vél sem skilaði hvorki meira né minna en 375 bhp, og breyttist þá vettan í Supercar sem komst upp í 290 km/klst, 0-100 km/klst tók ekki nema 4,5 sekúndur.
En árið 1993 jóku þeir vélaraflið enn meira en hún skilaði brjáluðum 411 bhp.
En engu að síður var hægt að fá vettuna í aflminni útgáfu sem var þó með 305 bhp mótor.
Ný kynslóð kom á götuna 1997, en verður ekki talað um hana hér.
Corvettan hefur aldrei verið “big dollar” bíll, þ.e. bíll sem GM hefur verið að græða mikið á. Enda var það ekki hugmyndin að baki bílsins. Corvettan var ákveðið statement frá Bandaríkjunum um það að þeir gætu smíðað góða akstursbíla, og heppnaðist það eins veo og á var kosið enda hefur Corvetta selst í fleiri eintökum en nokkur annar sportbíll í heiminum til dagsins í dag.
Heimildir
The Encyclopedia of classic card; David Lillywhite
Dream Wheels ; Chris Rees
Classic Cars; Richard Gunn
Fighting for peace is like Fucking for virginity, just plain stupid