Ef við byrjum á grófri lýsingu á Mitsubishi Starion eða Crysler Conquest sem er sami bíllinn nema ameríkutýpa.
Mitsubishi Starion er þriggja dyra, fjögra cylindra túrbóvæddur, afturhjóladrifinn, 4 sæta Sportbíll sem var framleiddur frá 1982 til 1989.
Starion er flokkaður sem GT bíll (Grand Turismo) týpa, sem t.d. Porsche 924, Nissan S13 (200,240,300)SX, Toyota Supra voru á áttunda áratugnum.
Ef við förum nú yfir möguleikana sem hægt var að fá í þessum bíl. Þá getum við byrjað á að skilgreina þessa bíla í 2 aðal þætti.
Yfirbygging:
Narrowbody: Venjulegt boddý
Widebody: Venjulegt boddý með brettaköntum
Vélin:
2000cc: 2.0L Turbó vél (4G63)
2600cc: 2.6L Turbó vél (4G54 - Ameríkugerð)
Á Íslandi komu þeir báðir með sitthvorum möguleikanum, ég tildæmis á tvo starion og báðir eru Narrowbody með 2.0L turbo intercooler vélinni. Langar að taka það fram að vélin sem er í þessum bílum er sú sama og í Mitsubishi Lancer EVO nema þessi er með 8 Ventlum en EVO með 16 ventlum og stærri túrbínu. Það hafa eflaust margir séð Mitsubishi Eclipse, Mitsubishi 3000GT og Mitsubishi GTO en þessi bíll er “faðir” eða uppspretta þeirra bíla. Bara verst að drifið hélt sér ekki á sama stað.
Ef við förum nú aðeins í það hver týpa var best og hver verst skal aðeins kíkja á það hér.
Tveggjalítra vélin var kraftmest þótt hún hafi verið slagrýmdarminni. Hún var að skila mest 179 Hestöflum Stock, en þá var hún með Turbo og Intercooler (Millkæli). 2.6 Lítra vélin var aðalega framleidd fyrir amerískan markað því ameríkanarnir vilja alltaf vera með svo stórt og þetta blabla. Sú vél í rauninni skilaði ekki nema 157 Hestöflum með Turbó og Intercooler.
Bílarnir komu með Sjálfskiptingu frá árinu 1983 en annars voru lang flestar týpurnar með 5 gíra beinskiptingu. Út frá skiptingunni og yfir í drifið. Þá var drifið auðvitað á réttum stað! Að aftan, En bílarnir komu allflestir með 75% driflæsingu sem gerði þessa bíla frá upphafi að leikbílum (Drifttæki).
Þetta voru með þeim tæknivæddari bílum á markaðnum þessa dagana, því Diskabremsur voru á öllum hjólum og ABS Kerfi var komið fyrir. Rafmagnsrúður voru til staðar og einnig glerhitarar. Mest af öllu voru þó Sjálfvirku sætisbeltin en þegar þú lokaðir hurðinni komu beltin sjálfkrafa á þig, þau komu þó ekki nema í ameríkutýpunum. Svo höfðum við að sjálfsögðu Vökvastýri, Mæli sem sýndi eyðslu og meira tengt því, Digital Mælaborð og svo komu þeir einnig með Loftræstingu eða “Air Condition” eins og þetta kallast. Nokkrir komu með Cruise Control en það var voðalega nýtt í þá daga. Svo voru fleyri fleyri hlutir sem voru til staðar, mótortitringsdeyfir, rallýstólar stillanlegir og margt fleyrra.
Innan í bílnum var alls ekki slæmt útlit. Hjá mér er hann allur þakinn svörtu leðri með “rallý” stólum stillanlegum fyrir allann pakkann, sætin afturí eru reyndar mjög þröng en hægt er að koma fyrir einhverjum smápíkum þar.
Ég gæti bullað endalaust um þessa bíla en ég læt þetta nóg heita í bili, ef menn vilja fræðast meira vil ég benda þeim á eftirtalda tengla.
http://www.benzincrew.com - Heimasíðan mín um StarionTurbo Project
http://en.wikipedia.org/wiki/Mitsubishi_Starion - Enskur upplýsingamiðill um Starion
http://is.wikipedia.org/wiki/Mitsubishi_Starion - Íslenskur upplýsingamiðill um Starion
http://www.austarion.com - Ástralskt spjallborð um starion
http://www.starquestclub.com - Bandarískt spjallborð
Kveðja, Birkir Rafn Guðjónsson
–Starion eigandi