Okei, ég her verið að pæla í þessu…
Hvað er málið með þessa riceboy fordóma, nú bara spyr ég.
Eru þeir ekki bara hið besta mál fyrir okkur sem eiga þá bíla sem fólk er að stæla? ;)
Mér finnst það nú bara hið ágætasta mál ef fólk er að troða allskyns dóti á smábílana sína.
Einsog einn ónefndur gulur Civic 1400 hér í bæ, sem gjörsamlega er að drukkna í aukahlutum.
Ég er á því að breytingar á bílum séu til hins betra hvort sem þær eru útlitslegar eða ofan í húddinu.
Þó svo að mér finnist margar breytingar hér á landi ekki fallegar, og má þá nefna Tómstundarhúss Corolluna og vínrauðu impreza GL-una.
Sömuleiðis verð ég að minnast á Type-r civicinn, jájá við vitum allir að þetta er ekki Type-r, en engu að síður verð ég að hrósa honum, hvað-sem-hann-heitir, fyrir helv. magnaðar breytingar, þó svo að allt þetta “drasl” á honum sé aðeins fyrir augað og geri fátt annað en að þyngja bílinn.
Ég er allavega hrifinn af stórum spoilerum, kittum, filmum og krómstútum og dæmi mig hver sem vill ;)
p.s.
Þessi grein er skrifuð “of snemma” að morgni, ef ég er að tala í hringi verðið þið að afsaka mig.