Hæ allir!
Ég var að vona að einhver geti svarað mér. Þannig er að ég er á 4WD bíl og hann var á nöglum síðasta vetur en í vor plokkaði ég naglana úr dekkjunum. Þau eru vel mynstruð og í ágætu standi.
Nú er ég búin að búa á Akureyri síðastliðna 3 vetur og þar er náttúrlega þörf á keðjum!! En ég er hinsvegar að búa fyrsta veturinn minn hér í borginni.
Og þá kemur spurningin:o) Er vetrarfærðin hér þannig að nauðsynlegt er að vera á vetrardekkjum eða er í lagi að vera á “heilsársdekkjum” og 4WD?
Ég tími sko nefnilega ekki að kaupa mér vetrardekk því ég verð bara hér einn vetur!
Vona að einhver klár geti svarað þessu.
Takk takk
Peewee