Ég var að rúnta í vinnuna í morgun á Sæbrautinni og var annar bíll á eftir löggunni :( á löglegum hraða :( og þeir keyra bara áfram eins og ekkert sé og beint yfir stærðarinnar grjóthnullung (á stærð við rúgbíbolta) og þegar ég kem að honum þá get ég ekkert farið nema beint á hann og það kemur þvílíkur dynkur á botninn á Bimmanum! Þvílíkt sem ég fann til með honum…… ég reyndi þó að sveigja aðeins til vinstri svo hann færi ekki beint í olíupönnuna og mér sýndist hún hafa sloppið. En þetta er verulega fúlt og getur valdið miklum skemmdum, sem betur fer eru engin nauðsynleg líffæri sem skaga niður úr bílnum nema í miðjunni.
En þetta er akkúrat málið, vörubílar rúnta um götur borgarinnar með opna palla og dreifa rusli og grjóti út um allar götur. Það er ekkert eftirlit með þessu og löggan gerir ekki rassgat, þeir stigu ekki einu sinni á bremsuna , hvað þá að stoppa og færa steininn. Ég reyndi að sjálfsögðu að ná númerinu á löggubílnum en sá það ekki nógu vel áður en ég beygði í vinnuna.
Hvernig er réttarstaða manns í svona málum? Ég veit að gatnamálastjóri ber ábyrgð á holum og skemmdum sem slíkum en hvað með óvæntar fyrirstöður á götunni, hver bætir skemmdir af þeirra völdum eða ber ég sjálfur tjónið ef eitthvað er að?
Einhver slúbbert hefur verið nógu kærulaus til að skilja þetta gjrót eftir sig sem er vitanlega stórhættulegt og gæti valdið alvarlegu slysi á þessum stað, og svo keyra aðrir slúbbertar framhjá (löggan) og pikka ekki einu sinni upp grjótið. Ég hringi í lögguna og vona að þeir séu búnir að fjarlægja þetta núna.