Fyrsti Porsche bíllinn, handsmíðaður úr áli, var tilbúinn 8 Júní 1948.
Saga Porsche bíla er aftur á móti mun eldri, eð allt aftur til ársins 1900 þar
sem Ferdinand Porsche kynnti fyrstu hönnun sína, bíl sem bar nafnið Lohner Porsche.
Ferdinand Porsche fæddist árið 1875 í bænum Mattersdorf skammt frá Reichenberg,
en landið hét á þessum tíma Norður Bóhemía, varð seinna Tékkóslóvakía,
og er nú skipt upp í Tékkland og Slóvakíu.
Sem ungur maður fór Ferdinand að sýna frábæra hæfileika í öllu sem viðkom vélum og vélbúnaði,
og þegar hann var aðeins 18 ára var honum boðið starf í Vín hjá Bela Egger
(seinna þekktur sem Brown Boveri, framleiddu rafala ofl. og eru gríðarlega stórir í dag).
Á þessum tíma í Vín þá laumaðist Ferdinand í Tækniskóla á kvöldin og var það
hans eina formlega skólaganga sem hann hlaut á ævi sinni.
Eftir 5 ár í Vín þá fékk Ferdinand fyrsta starfið sitt í bílaiðnaðnum hjá Jacob Lohner.
Árið 1900 kom System Lohner-Porsche rafdrifinn “hestvagn” á sjónarsviðið á heimssýningunni í París.
Þessi bíll setti nokkur hraðamet í Austurríki en hann náði um 50 km hraða.
Ferdinand ákváð þá að notast við vélar frá Daimler og Panhard, en voru það sprengivélar
eins og við þekkjum í dag, en vélarnar notaði Ferdinand til að knýja áfram rafmótorana í bílnum,
við þetta slógu Ferdinand og Lohner fleiri hraðamet, þeir urðu viðurkenndir sem bílahönnuðir
og unnu Poetting verðlaunin sem bestu bílahönnuðir Austurríkis.
Þetta gerði Ferdinand Porsche að frægum bílahönnuði í Evrópu.
Austro Daimler (undirdeild frá Daimler) réði Ferdinand til sín árið 1906 sem yfirhönnuð.
Ein af hans frægustu hönnunum birtist árið 1910, en var það 85 hestafla straumlínulagaður bíll
sem Ferdinand hannaði fyrir Prins Henry kappaksturinn.
Eintök af þessum bíl unnu fyrstu 3 sætin í þessari keppni árið 1910, og Model 27/80
(en það var bíllinn kallaður) hefur síðan gengið undir nafninu “Prince Henry”.
Næsta áratug eða svo einbeitti Austro Daimler sér að framleiðslu á hergögnum,
má þar nefna flugvélamótora, vörubíla og vélvæddar fallbyssur.
Árið 1916 þá gerðist Ferdinand framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, (tala um að vinna sig upp).
Næsta ár eða 1917 þá öðlaðist Ferdinand heiðursdoktors gráðu frá Tækniháskólanum í Vín,
og var Ferdinand mjög stoltur af þessari gráðu allt til dauðadags, en þetta var frá sama
skóla og hann hafði laumast í á kvöldnámskeið 24 árum áður.
Ferdinand var veitt þessi gráða af Dr. Ing. h.c. og varð þetta nafn hlutur af Ferdinand
það sem eftir lifði og komst svo að lokum í nafn fyrirtækis hans.
Á meðan Austro Daimler smíðaði að mestu stóra lúxusbíla á 20 áratugnum þá fór
Dr. Ferdinand Porsche að færa sig nær léttari bílum og kappakstri.
Ferdinand hafði keppt í fjallaklifri á bílum, brautarkeppnum og rallíum síðan hann
byrjaði að vinna í bílum.
Árið 1922 þá var það skoðun Ferdinands að með kappakstri þá væri hægt að betrumbæta
hönnun bíla sinna og sýndi hann það með því að hönnun hans “Sascha” vann keppnir um alla Evrópu,
eða í allt 43 sigrar í 51 keppnum.
En að lokum kom að því að stjórn Austro Daimler sá ekki að þessi ástríða Ferdinands af
kappakstri þjónaði hag fyrirtækisins og missti þá Ferdinand stjórn á
skapi sínu (sem hann gerði víst oft) og yfirgaf Austro Daimler árið 1923.
Innan nokkurra mánuða þá var Ferdinand kominn til Stuttgart og þá sem yfirtæknifræðingur Daimler,
fyrri störf hans hjá Daimler urðu til þess að hann fékk aðra heiðurs doktorsnafnbót
en í þetta sinn frá Tækniháskólanum í Stuttgart.
Nokkrir öflugir kappasktursbílar fygldi í kjölfarið, 2 lítra, 8 cylindra bílar á árunum 1925 til 1927
sem Rudolf Caracciola vann 21 kappakstra í 27 keppnum. Eftir að Daimler og Bens sameinuðust þá
kom Ferdinand fram með stóra 6,2 lítra K módelið, 6,8 lítra S módelið og einnig 7 lítra SS, SSK og SSKL
módelin, þessir bílar unnu má segja allar keppnir sem þeir tóku þátt í á árunum 1928 til 1930.
Þó að Hannanir Ferdinands Porsche ættu mikilli velgengni að fagna þá var hann samt spenntur fyrir
litlum og léttum bílum, en það voru Daimler Bens bílarnir ekki, hann reyndi að sannfæra stjórn
Daimler Bens um að leggja meiri fjármuni í minni og léttari hannanir en það vildi stjórnin ekki.
Árið 1929 þá fór Ferdinand í stuttan tíma til Steyr, en á þessum tíma skall kreppan á í Þýskalandi sem
og víðar og bílaframleiðsla dróst mikið saman, Steyr fór á hausinn og hinn 55 ára gamli Ferdinand Porsche
var skyndilega orðinn atvinnulaus.
Þrátt fyrir frægð og mikla vitneskju í faginu þá var Ferdinand þekktur fyrir þrjósku og skapofsa
og voru þessir eiginleikar honum ekki til framdráttar í atvinnuleitinni.
Hann hélt þá enn aftur til Stuttgart, en þar voru staðsett fyrirtæki eins og Bosch,
Daimler Bens, Hirth og Mahle.
Í Janúar 1931 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki sem fékk hið “stutta” nafn:
“Dr. Ing. h.c.F. Porsche GmbH Konstructionsburo Fur Motern, Fahrzeug, Luftfahrzeug, und Wasserfahrzeugbau”
(Vélar, bifreiðar, flugvélar og bátar).
Starfslið þessa nýja fyrirtækis var allt fólk sem Ferdinand hafði starfað áður með, má þar nefna
Karl Rabe, yfirverkfræðingur, Erwin Komenda (hönnun á yfirbyggingum), Karl Frolich (skiptingar),
Josef Kales (vélar), Josef Zahradnik (stýris og fjöðrunarbúnaður), Francis Reimspiess, Han Mickl (loftaflsfræðingar),
Adolf Rosenberger (viðskiptafræðingur), og tveir ættingjar, Anton Piech (lögfræðingur og tengdasonur Ferdinands og seinna
faðir Ferdinand Piech, stjórnarformanns Volkswagen), og svo sonur Ferdinands sjálfs, Ferry.
Ferdinand Anton Ernst Porsche fæddist árið 1909 í Weiner Neustadt, Austurríki, annað barn Ferdinands og konu hans
eftir hinni 5 ára gömlu systur hans, Louisa.
Í fyrstu fékk Ferdinand yngri viðurnefnið “Ferdy”, en fóstrunni hans líkaði ekki við þetta nafn
og fór að kalla hann “Ferry”, sem festist svo við hann og er enn notað.
Á meðan Ferry var að alast upp þá gekk hann um eins og heimagangur í verksmiðjum Austro Daimler, hann sýndi fljótt
mikinn áhuga á bílum (skyldi engan undra) og fylgdist mjög vel með öllu sem var að gerast í verksmiðjunni.
Strax sem ungabarn var hann farinn að fara með föður sínum á kappaksturkeppnir bæði fyrir Austro Daimler og Daimler Bens,
hann fór meira að segja til Indianapolis árið 1923.
Hann lærði verkfræði og eðlisfræði í Wiener Neustadt og svo seinna í Stuttgart, Ferry var mjög snjall í reikningi
og kom það honum vel í náminu.
Árið 1928, þá aðeins 19 ára þá hóf hann verknám hjá Bosch, árið 1930 var hann í sérkennslu í eðlisfræði og verkfræði
og átti það að vera undirbúningur hans fyrir það að hefja störf hjá hinu nýja Porsche ráðgjafafyrirtæki.
Hið nýja fyrirtæki fékk fljótt verkefni, og má þar þakka frægð Ferdinands Porsche mestu um.
Fyrsta verkefnið var hönnun á meðaldýrum bíl fyrir ferðafólk, seinna þá ákváð Ferdinand að hanna nýjan lítinn bíl.
Bíll sem átti að vera hannaður sem lítill bíll, en ekki bara minnkaður stór bíll, Ferdinand kostaði verkið með
því að taka lán út á líftryggingu sína. Þessi hönnun varð mjög mikilvæg í lífi fjölskyldunnar, því þessi
litli bíll varð síðar að Volkswagen en þó ekki strax, Zundapp verksmiðjan kostaði að lokum hönnunina og
3 frumgerðir voru smíðaðar.
Zundapp missti áhugann á verkefninu þegar sala á mótorhjólum rauk upp úr öllu valdi, en Zundapp
var talsvert í þeim geiranum, en það urðu samt ekki endalok litla bílsins, NSU yfirtók verkefnið
en hætti fljótlega við eftir að gera sér grein fyrir gríðarlegum kostnaði í tækjakaupum vegna framleiðslunnar.
Lagðist þá verkefnið næstum af eða þar til nýkosinn kanslari Þýskalands Adolf Hitler ákváð
að allir Þjóðverjar skyldu eiga útvarp, (til að geta hlustað á áróður hans) og annaðhvort bíl eða trausta
dráttarvél. Í Júní 1934 skrifaði Þriðja Ríkið upp á samning um að smíða frumgerð af Volkswagen.
Veturinn 1936 þá voru 3 frumgerðir smíðaðar í bílskúrnum hjá Ferdinand Porsche að heimili hans í Stuttgart.
Voru þessir bílar kallaðir VW3.
Snemma á árinu 1937 ákvað Nasistaflokkurinn að 30 frumgerðir í viðbót skyldu smíðaðar og nú af Daimler Bens.
Á meðan á prófunum á VW3 stóðu yfir þá valdi Ríkið landsvæði norðaustur af Hanover sem átti að verða framleiðslustaður
Volkswagen, “Die Autostadt” varð til, í dag eru verksmiðjurnar í Wolfsburg enn höfuðstöðvar Volkswagen.
Ferdinand Porsche sat við stjórnvölinn í þessum nýju verksmiðjum ásamt stjórnendum úr Nasistaflokknum,
sonur hans, Ferry, sá um hönnunardeild verksmiðjunnar. Ríkisstjórnin gaf þessum nýja bíl nafnið KDF, sem
er stytting á “Kraft durch freude”, eða “styrkur gegnum gleði” (eða eitthvað þannig).
Framleiðslan hófst mjög fljótlega, en var fljótlega skipt yfir í Kubelwagen og Schwimmwagen
(jeppi og láðs og lagarfarartæki) en þá skall seinni heimstyrjöldin á.
Árið 1944 höfðu sprengjuárásir bandamanna eyðilagt helminginn af verksmiðjunum. Aðeins vegna þess að
tveir rafmagnshverflar voru heilir ákváðu Bretar að endurbyggja verksmiðjuna og hófu þeir aftur
framleiðslu á Volkswagen eftir stríðið.
Snemma á 3 áratugnum kom Porsche fram með hönnun í annað sinn sem átti að stílast inn á Grand Prix Formula
kappaskturinn. Hitler hafði tilkynnt að hann myndi styrkja þau fyrirtæki sem vildi hanna og smíða bíla
í þessa keppni um 500.000 Ríkismörk. Daimler Bens sótti um þennan styrk og fékk hann.
Auto Union sótti einnig um en fékk ekki. Auto Union fékk Porsche með sér og hannanir hans og sóttu aftur
um styrkinn, þeir hittu Hitler sjálfan og starfsmenn hans.
Á þessum fræga fundi sannfærði Ferdinand Porsche Hitler um að Porsche hönnunin væri það sem hann væri að
leita að, fengu þeir styrkinn og var það byrjunin á langvarandi keppni milli Bens og Porsche.
Bíllinn sem Porsche hannaði var mjög framúrstefnulegur, V16 vél, 4,5 lítra sem var sett fyrir framan
driföxulinn, röragrind, ályfirbygging sem var aðeins um 50 kíló, bensíntankurinn var á milli ökumanns
og vélar, þetta gerði hann til að þyngdardreifing myndi ekki breytast þó að tankurinn tæmdist, þarna kom líka
fram gormafjöðrun, demparar eins og við þekkjum í dag og togstangir.
Þessi 750 kílóa bíll fékk nafnið Auto Union P-wagen, það var ekkert grín að aka þessum skrímslum, að lokum
var P-wagen kominn með 6 lítra vél, aðeins um 1,2 kíló per hestafl,, !!! þessi bíll reykspólaði á 150 kílómetra hraða
ef hann var botnaður. P-wagen vann allskyns keppnir, m.a. fjallaklifur, Grand Prix og setti mörg hraðamet.
Ferdinand Porsche lagði gríðarlega vinnu í hönnun á P-wagen, en síðar færði hann sig meira yfir í smíði
verksmiðjunnar sem átti að framleiða KdF/Vollkswagen, sonur hans, Ferry, tók við starfi hans í hönnunardeild
Porsche í Stuttgart. Eftir að formulan í GP breyttist árið 1938 (3 lítra með forþjöppu eða 4,5 lítra án forþjöppu)
þá tók Auto Union yfir kappastursliðinu að fullu með Eberan Von Eberhorst sem liðstjóra, en hann hélt
samt áfram að starfa fyrir Porsche.
Undir lok stríðsins voru starfsmenn Porsche að starfa víða, Stuttgart, Wolfsburg, Austurríki og í Gmund í Austurríki,
en þangað höfðu Nasistar sent starfsfólk vegna sprengjuárása á Stuttgart.
Ferry hafði fyrir löngu séð fyrir útkomu stríðsins, hann var mikill friðarsinni og á móti öllu
stríðsbrölti landa sinna, faðir hans Ferdinand skipti sér ekki mikið af stjórnmálum, hans ástríða
var að hanna og smíða bíla, og var hann ekki vandlátur á hvaðan styrkirnir komu og var hann oft
gagnrýndur fyrir að hafa starfað of náið með Hitler og hans félögum.
Þegar bandamenn komu til Þýskalands mitt ár 1945 var það engum undrunarefni. Í Nóvember 1945
buðu Frakkar Ferdinand Porsche að heimsækja þá í höfuðstöðvar setuliðs þeirra í Baden Baden.
Þar var Ferdinand boðið að endurhanna Volkswagen, og gera hann meira “Franskan”, og að færa búnað
frá Wolfsborg til að smíða þessa bíla í Frakklandi. Tilboðið var að öllum líkindum gert í góðri
trú, Frakkar höfðu áður þjóðnýtt Renault verksmiðjurnar og höfðu handtekið Louis Renault sem
bandamann Nasista.
Ekki fékkst samtaða um þetta mál í Frönsku ríkisstjórninni, hópur manna með Jean Pierre Peugeot í fararbroddi
vildi ekki sjá Franskan Volkswagen. Þann 15 Desember 1945 voru Ferdinand Porsche, Ferry og Anton Piech í heimsókn
hjá Frökkunum í Baden Baden þegar þeir voru allir handteknir sem stríðsglæpamenn, Ferry var fljótlega sleppt
en Ferdinand og Piech voru sendir í fangelsi í Dijon, engar ákærur voru gefnar út á hendur þeim og engin
réttarhöld voru skipulögð, en lausnarfé var gefið upp 500.000 franka fyrir hvorn fangann.
Eftir að Ferry var látinn laus hófst hann strax handa við að ná saman peningum til að leysa föður sinn og Anton
úr prísundinni, hann mætti á skrifstofur fyrirtækis föður síns og náði að gera samning með hjálp
Carlo Abarth við ríkan ítalskan iðnjöfur Piero Dusio að nafni, samningurinn hljóðaði upp á hönnun á nýjum
Grand Prix kappasktursbíl.
Type 360 Cisitalia varð útkoman, 1,5 lítra með forþjöppu, bíllinn var lítill en svipaði mjög til P-wagen..
Peningarnir sem Ferry aflaði með þessu dugðu til að leysa föður sinn og Anton Piech úr fangelsi, þeim var
sleppt í Ágúst 1947 næstum 20 mánuðum eftir að vera handteknir. Ferdinand var mjög illa haldinn eftir
þessu dvöl í ótrúlega slæmum aðstæðum.
Á meðan Ferdinand og Anton dúsuðu í fangelsinu gerðu starfsmenn Porsche allt sem þeir gátu til að halda
fyrirtækinu gangandi, auk Cisitalia verkefnisins gerðu þeir við bíla, smíðuðu vatnsdælur, dráttarspil ofl.
En þeir hönnuðu einnig sportbíla, fyrsti bíllinn sem fékk nafnið Porsche var gerð 356, en það var verkefnanúmerið.
Frumgerði var eins og P-wagen og Cisitalia bílarnir með miðjumótor, en í þessu tilviki notuðust þeir
við vélbúnað úr Volkswagen með smávægilegum breytingum. Eftir að Ferdinand var sleppt úr fangelsi
skoðaði hann hannanir sonar síns og var hann mjög hrifinn af þeim. Hann sagði oft að hann hefði
hannað þetta nækvæmlega eins sjálfur ef hann hefði gert það.
Veturinn 1947 til 1948 pantaði bílasali í Zurich 5 Porsche 356 bíla og hófst þá framleiðsla á fyrstu
“fjöldaframleiddu” Porsche bílunum í sögunarmyllu á landareign Porsche fjölskyldunnar í Gmund.
Voru þessir bílar algjörlega handsmíðaðir en var breytt frá frumgerðinni og líktust meira Volkswagen,
var það gert til að koma fyrir aftursætum, þannig að vélin var færð aftur fyrir fdriföxulinn.
Á þessum tíma í Gmund, smíðaði Porsche og seldi alls 49 Porsche 356 með álayfirbyggingu, sem og
5 undirvagna sem voru seldir til fyrirtækis í Sviss sem setti á þá yfirbyggingu með blæjum.
Vorið 1949 réð Heinz Nordhoff Porsche fyrirtækið sem ráðgjafa til að halda áfram hönnun á Volkswagen
og bauð Porsche að greiða þeim sölulaun af öllum Volkswagen sem voru smíðaðir. Porsche gerðist
einnig dreifingaraðili fyrir Volkswagen í Austurríki.
Nú, með trygga fjárhagsstöðu ákváð Porsche að snúa aftur til Stuttgart, og í September 1947
opnaði Porsche skrifstofur sínar aftur í Stuttgart.
Porsche 356 með stál yfirbyggingu fór fljótlega í framleiðslu, upphaflega átti að smíða allt að 500
bíla á ári en þegar yfir lauk höfðu þeir smíðað meira en 78.000 eintök á aðeins 17 árum.
Í September 1950 hélt Professor Ferdinand Porsche upp á 75 ára afmæli sitt,
mikil veisla var haldin og gríðarlegur fjöldi af Volkswagen og Porsche bílum fyllti bílastæði heimilis hans.
Í Nóvember fór Ferry með faðir sinn í hans síðustu heimsókn í Wolksborg Volkswagenwerk,
verksmiðjan var á fullu að framleiða Bjölluna,, sennilega einn frægasta bíl sögunnar,
þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem Ferdinand sá þessa verksmiðju eftir stríðslok.
Seinna í Nóvember fékk Ferdinand hjartaáfall og lést 30 Janúar 1952.
Ferdinand Porsche var svo að segja ómenntaður en skilur samt eftir sig margar af bestu
og framúrstefnulegustu hönnunum í bílasögunni, hannanir sem sonur hans, Ferry, hefur notað í sínar hannanir.
Það er við hæfi að sjálfstæður bílahönnuður eins og Ferdianand var skuli vera faðir
eina sjálfstæða sportbílaframleinda heimsins í dag.