Ford, deyjandi risi?

Þegar ég nefni Ford er ég ekki að tala um Ford Premier Automotive Group heldur Ford í Bandaríkjunum.
Undir Ford Premier Automotive Group eru ýmis merki
Aston Martin
Daimler
Jaguar
Lagonda (Ekki í notkun)
Land Rover
Rover (Ekki í notkun)
Volvo Cars
Lincoln
Mercury

Einnig eiga þeir um 33% í Mazda. Ford í Evrópu og flest undirmerkin skila gróða í kassa Ford. Hinsvegar eru Ford í Bandaríkjunum að tapa gífurlegum fjárhæðum og var mjög stutt í að þeir færu á hausinn hefði ekki verið gripið til mikilla aðgerða. Fyrstu 9 mánuði ársins töpuðu þeir 7 milljörðum dala og þurftu að veðsetja allar eigur sínar í Bandaríkjunum til að fá lán upp á 23 milljaðra dala. Þeir eru í viðræðum við nokkra aðila um kaup á Aston Martin, ennig hafa komið upp vangaveltur um að þeir stefni á að selja Jaguar, Volvo og Land Rover. Telja sérfræðingar að með því séu Ford að reyna að safna nægu féi til að taka fyrirtækið af markaði og koma því aftur í stjórn Ford fjölskyldunar.

Ford keyptu í ár Rover merkið frá BMW þar sem þeir vildu ekki að það félli í hendur Shanghai Automotive Industry Corporation og vildu með því verja Land Rover merkið sem hefur skilað inn miklum hagnaði.

Snemma og fram á seinni hluta tíunda áratugarins gekk allt eins og í sögu. Ódýrt bensín, SUV rokseldust. Fyrirtækið skilaði inn metgróða ár eftir ár. Stjórnendurnir hlustuðu ekki á ráðleggingar markaðssérfræðinga og annara sérfræðinga innan Ford og utan. Þeir sögðu að það væri mikilvægt að Ford myndi legga mikla fjármuni í rannsóknir og þróun á nýjum, sparneytnari, vélum og þróun nýrra bíla. Skömmu eftir aldamótin fóru vandræðin að dynja á þeim. Rísandi bensínverð, minni sala á SUV, pallbílum og aukinn launakostnaður. Einnig voru þeir ásakaðir að hafa sparað með því að minnka styrkingar á bílunum og Explorer vandræðin fóru illa með þá.

Árið 2006 kynntu þeir “Way Fordward” áætlunina, hún felst í lokun 8 verkssmiðja á árunum 2006 til 2008. Munu þeir segja upp rúmlega 30.000 störfum og um 4.000 ýmsum öðrum störfum. Ætla þeir að opna nýtt, low cost, verksmiðju í Norður Ameríku og einbeita sér að nýjum bílum. Svo sem crossover SUV og compact bílum og hybrid bílum. Einnig ætla þeir að vekja upp Lincoln og Mercury merkin. Einnig ætla þeir að auka gæði og ímynd Ford merkisins. Alan Mulally tók við af William Clay Ford, Jr sem CEO. Alan Mulally gerði góða hluti hjá Boeing og vonast Ford menn að hann endurtaki leikinn.

Ford hafa einnig orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarið. Svo sem að vilja ekki selja evrópska Focusinn í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að nýji 2008 Focusinn sem seldur verður í Bandaríkjnum er ennþá á sama platformi og kynnt var fyrir 8 árum. Meðan Focusinn í Evrópu er á nýrra og betra platformi. Einnig vilja Ford ekki selja bílana sína með díselvélum. Einnig hafa þeir skipt út 151hp 2,3L vél út fyrir 136hp 2,0L vél í nýja Focusinum. Hafa þeir einnig orðið fyrir gagnrýni að dæla út dýrum conceptum sem hafa fengið góðar viðtökur án þess að gera eitthvað úr þveim.

Áætlun þeirra hefur einnig verið gagnrýnd fyrir að vera of hægfara og verður gaman að sjá hvernig fer fyrir fyrirtækinu.