
1) Mest seldi fjölnotabíllinn í Englandi.
2) 100.000 pantanir á þremur mánuðum, þar af 2/3 að kaupa Citroen í fyrsta skipti, sem telst nokkuð merkilegt.
3) Vinnur allar hagkvæmniskeppnir fyrir sama bílaflokk.
4) Góður staðalbúnaður.
5) Ótrúlegt rými, skottið getur stækkað úr 550 lítrum í 2128 lítra.
6) Að aka bílnum er eins og að keyra fólksbíl.
7) Verð bílsins er gott miðað við vélarstærð, útbúnað og þægindi.
8) Fékk mjög góða einkunn í Evrópskri árekstrarprófun.
9) Öll aftursætin eru jafn breið, stillanleg og hægt að fjarlægja hvert fyrir sig.
10) Umboðið er sanngjarnt í uppítökum.
Við vorum tveir félagarnir sem skoðuðum markaðinn í þessum stærðarflokki og Picassoinn kom best út, nema þú eigir fjögur börn graðfolinn þinn!!!!!
Með öðrum orðum, ég er svakalega ánægður með gripinn ! Það sést kannski? :-)
Meiri upplýsingar fyrir áhugasama á www.brimborg.is og www.citroen.com og ég mæli með seinni síðunni því hún er ítarlegri.