Ford Shelby mustang er að mínu mati ein frægasta bíltegund sögunar.
Bílahönnuðurinn Carroll Shelby var fengin til að setja sinn sérstaka blæ á bílinn
Á 7 áratug síðustu aldar.
Fyrstu Shelby-bílarnir komu á markað árið 1965 og eins og ég hef nefnt áður settu þeir mikin svip í Bílasögunna.
Árið 2004 ákváðu stjórnendur Ford að leyta á ný til Carrols Shelby.
Carrol var þá nýræðisaldri en gat ekki sagt nei við þessu tækifæri og ákvað að slá til og hönnuðu þeir í sameingu hina nýju línu Mustang Shelby kraftbíla (e. muscle cars). Nú hefur samstarfið skilað af sér þremur afurðum: Shelby GT500, Shelby GT-H og Shelby GT. GT500 er 500 hestafla kraftapakki sem hefur fengið frábærar viðtökur og það sama má segja um GT-H sem er sérhannaður fyrir Hertz bílaleigurnar. Framleidd voru 500 eintök af GT-H og hefur bíllinn vakið svo mikla lukku hjá viðskiptavinum Hertz að bílasalar og neytendur kröfðust þess einfaldlega að bíllinn yrði framleiddur til smásölu. Afraksturinn er Ford Shelby GT 2007 en fyrsta eintakið rúllaði úr verksmiðjunni í Las Vegas nú rétt fyrir jól. Sá bíll verður síðan boðinn upp á árlegu bílasafnarauppboði nú í janúar og mun kaupverðið renna til Carroll Shelby Children Foundation, sem er góðgerðarsjóður. Fyrsta eintakið af GT500 var seldur á sama uppboði fyrir ári síðan fyrir 600 þúsund dollara – sem jafngildir um 42 milljónum íslenskra króna. Ekki er búist að að hinn nýi bíll muni skila alveg jafn háum upphæðum en smásöluverð bílsins í Bandaríkjunum verður um 37 þúsund dollarar – um 2,6 milljónir króna.
Carroll Shelby er ein af miklum goðsögnum í bílaheiminum,bæði sem mikill og góður ökumaður jafnst sem mjög góður Bílahönnuður.
Ford Mustang GT Premium. V8. 4,6 lítra vél. 24 ventlar. 300 stóðhestar undir húddinu – þrjú hundruð hestöfl! Leyndardómsfullur. Svartur með blæju. Rauð sæti. Rauð hurðarspjöld. Rauðar motturnar. Rauður í hólf og gólf. Sexí. 5R55S 5 gíra sjálfskipting. Bright Machined Cast 17 tommu felgur. Shaker 500 hljómflutningsgræjur, 6 diska CD spilari, MP3 spilari, 8 hátalarar. Almennt færðu ekki meira fyrir peninginn. Mustang er annað orð yfir orku og massa í öðru veldi.. Verð frá 3.170.000 kr.
Gaman er að geta þess að Ford Mustang Fastback frá árinu 1966, í eigu Sigfúsar B. Sverrissonar, vann vinsældakosninguna The á Showoff of the Year Award 2006 bandarísku vefsíðunni Cardomain. Sigfús keypti bílinn á eBay árið 2002 og flutti til landsins með flugi. Forsaga sigurs bílsins í þessari vinsældakosningu segir Sigfús vera þá að hann hafi sett inn myndir af bílnum inn á vefsíðuna, þar sem hann hafi keppt um bíl vikunnar ásamt fjölda annarra bíla. Bíllinn komst síðan áfram í úrslit auk fjögurra annarra bíla og gerði sér lítið fytrir og vann..
Þetta var bara stutt fyrsta greinin mín og jæja hun er ekkert meistarastikki en bless ;)
I