Ford GT40 Ford GT40

Fyrir rúm fjörtíu og einu ári síðan batt Ford enda á samfelda sexára sigurgöngu Ferrari í 24 tíma kappakstrinum í Le Mans. Á tímabili hafði þó stefnt í að framleiðendur tveir yrðu samherjar en ekki andstæðingar. Kappaksturinn í Le Mans var í þá daga vettvangur til að sanna tæknilega til Sarthe-brautarinnar í von um sigur. Til að ná því markmiði var leitað á náðar Ferrari sem hafði, eins og áður sagði, yfirburði í þolkappakstri. Í fyrstu var samstarf ráðgert en það þróaðist yfir í viðræður um kaup Ford á Ferrari.

Skemmst frá að seigja varð ekkert úr þeim samruna og Ford þurfti að leita annað eftir samvinnu.Á endanum var það Eric Broadley sem gekk til liðs við Ford. Fyrirtækið hans, Lola hafði teflt fram bílknúnum með V8-vél frá Ford í Grand Tourisme-flokki Le Mans. Lola Mk6 varð grunnurinn að þeim bílum sem síðar urðu þekktir sem Ford GT40. Þeim var fyrst ekið í kappakstri 1964 en náði ekki sigri í Le Mans fyrir en 1966. Þá gerðu þeir það líka svo um munaði því fyrstu þrjú sætin voru skipuð GT40. Sigurganga naumlega í keppni gegn nýrri og fullkomnari bílum.

En sögunni lýkur ekki í Frakklandi sjöunda áratugarins. Árið 2002 heillaði nýr Ford hugmyndabíll gesti bílasýningarinnar í Detroit upp úr skónum. Sá hét GT40 Concpt og var nánast tvífari kappakstursbílsins frá sjöunda áratugnum. Með 100ára afmæli Ford, árið 2003, á næsta leiti var ákveðið að fagna tímamótum með að setja hugmyndabílinn í framleiðslu. Næsta árið máttu verkfræðingar Ford hafa sig alla að við að breyta GT40 Concept yfir í Ford GT; hugmyndabíll smíðum fyrir bílasýningu yfir í ofurbíl hæfan til raðframleiðslu. Á 100 ára afmæli endurfæðist kappakstursbíllin frá sjöunda áratugum sem ofurbíll fyrir 21. öldina 40 árum eftir fyrsta kappakstur GT40 fengu fyrstu viðskiptavinirnir bílana sína. Þó að ýmis vanda mál hafi herjað á eigendur, eins og ónefndur en ákaflega krullhærður breskur sjónvarpsmaður fékk að reyna, er erfitt aðtrúa öðru en að þeir hafi verið kátir þegar þeir keyrðu nýja bílinn í fyrsta skipti. Bílaskríbentar keppast við að lofsyngja Ford GT og tóku hann oft fram yfir sambærilega bíla á borð við Ferrari 360. Sagan frá 1966 endurtók sig nema í þetta skiptið var það ekki á kappakstursbrautinni sem Ford skákaði Ferrari heldur á síðum. Nýi GT stóð líka undir nafni – eða útliti öllu heldur. Hann hafði í fullu tré við ítölsku ofurbílana í afköstum enda nokkru, jafnvel miklu aflmeiri en helstu keppinautar. Rétt eins og há V8 á bak við ökumanninn nema núna naut vélin aðstoðar reimdrifnar forþjöppu til að framleiða 550 hestöfl. Þegar Ford GT kom fyrst voru Ferrari 360, með 400 hestöfl, og Lamborghini Gallardo, með 500, bílannir sem miðað var við. Mikið rúmtak ásmat forþjöppu, eins og í Ford GT, er hins vegar einföld uppskrift að flatri og feitri togkúrfu og með sína 678 newtonmetra hafði næstum tvöfald meira tog en Ferrari 360 og krafturinn því aðgengilegri fyrir ökumanninn.

Útlit Ford GT, sem flestir féllu í stafi yfir, sá hins vegar til þess að bíllin skorti hvorki karakter né sjarma og sveipaði hann í þokkabót fortíðarljóma sem fyrir flesta hefur bætt upp merkið- ef þörf var á. Þrátt fyrir að erfitt sé að aðgreina hvor er hvað í fljóti bragði, GT40 eða GT, eru engar stærðir þær sömu í bílum tveimur og sá nýi hálfum metra lengri. Nafns þess fyrrefnda var dregið af því hann var einungis 40 tommur á hæð eða 102 cm. Til saman burðar far Ford Focus um 150 cm á hæð svo það má ímynda sér að einhverjir fimleikar hafi hafi verið nauðsýnlegar á bak við stýri á GT40. Ford GT er hins vegar aftur á móti 109 cm á hæð og mun auðveldari en sá gamli.


En ef útlitið var það sem vann Ford GT mesta hylli var það líka helsta tilefni til gagnrýni; Ford þótti horfa til fortíðar en ekki framtíðar og sýna hermikrákuhátt. Ef bílinn fer frá kyrrstöðu upp í 160 km/h á 8 sek, og með hundrað tekið innan 4 sek, og hættir ekki fyrir í kringum 330 km/h. Fyrir utan hægri bankainnistæðu það er að seigja. Þeir sem eiga hana gætu þó þurft að flýta sér því framleiðslu lauk í September í fyrra 2006.


Heimildir: Bílar & Sport,
www.brimborg.is
www.ford.com