Hvað er það sem gerist við samdrátt í bíalsölu? Allir sem hafa snefil af áhuga á bílum hljóta að hafa velt þessari spurningu að einhverju leiti fyrir sér síðustu vikur samhliða því sem við fylgjumst með því að þeir bílar sem eru okkur kærastir eru verðlagðir út af markaðnum og við fáum aftur einsleita bílaflóru sem einkennist aðallega af japönskum eða kóreönskum millistærðarbílum með 1600 vélar. Það er akkúrat á svona stundum sem allir þeir spennandi bílar sem hafa bæst í bílaflóru landsmanna síðustu 3-4 árin endurnýjast ekki og bílaáhugi landsmanna mun minnka í kjölfarið. Hér á huga.is er nýlega búið að láta vita að WRX sé kominn yfir þrjár milljónirnar, Civic Type R muni kosta 2.8 millur, óvíst sé hvort MINI verði fluttur inn vegna verðsins, Bílabúð Benna búin að loka “Porsche” umboðinu í Kringlunni, Ístraktor til sölu, B&L að fara á hausinn og ég veit ekki hvað. Við þessar aðstæður draga umboðin úr framboði og tilhneigingin verður sú að verðleggja þá bíla sem halda bílaáhuga landsmanna við of hátt þannig að engin tímir að kaupa þá lengur. Þetta má alls ekki gerast, vegna þess að það tekur mjög langan tíma að vinnu upp tapaðann tíma í þessum efnum. Þá á eg við það að nú nýlega hefur ýmislegt verið að gerast sem er spennandi fyrir bílaáhugafólk. Það er búið að opna tvær Go-kart brautir í nágrenni Reykjavíkur, og þær hafa gefið það góða raun að talað er um að opna braut fyrir fullvaxna bíla innan tíðar. Rallið hefur blómstrað síðustu ár, kvartmíla hefur einnig átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið, en allt þetta mun hverfa aftur til síðustu aldar ef umboðin eru ekki samstiga um að freista manna með skemmtilegri bílum og reglulegum uppákomum. Ég fullyrði að þeir sem skoða bíla á huga.is fara ekki á hverja frumsýningu á nýjum bíl hjá umboðunum, þeir fara kannski ef það er áhugaverður bíll, alls ekki ef þetta er einn miðlungsbíllinn í heystakkinn í viðbót.
Vinir bílsins eru ný samtök sem ætla sér að auk veg og virðingu bílsins og nú er því tækifæri að láta til sín taka og láta í sér heyra að við viljum sjá fjölbreytta bílaflóru áfram og ekkert okur á mest spennandi bílunum, þvert á móti eiga þeir að vera hlutfallslega ódýrari. Þetta eru jú bílarnir sem fólk kemur til að skoða þó það ætli ekki endilega að kaupa þá, þessir bílar eru góð auglýsing og það í nokkur ár!
Blásum á hundleiðinlega bíla og sýnum frumleika í bílavali og skoðunum!