Tæpur meirihluti vildi hafa bannerkeppni svo það skal haldin bannerkeppni. Nú skulum við fara yfir reglurnar í bannerkeppninni sem eru að mestu stolnar af öðru áhugamáli :)
1. Bannerinn á að vera 245x54 pixlar.
2. Notendur eiga að búa til sína eigin bannera og helst ekki stela af netinu nema fullt leyfi sé gefið til. Heimatilbúið skraut er þó alltaf fallgera heldur en stolna skrautið af netinu :)
3. Senda skal bannerinn á myndakubbinn undir nafninu “Notandi - Banner” með bæði gæsalöppum og bandstriki annars verður þeim eytt án skýringar.
4. Svo við tökum ekki fram úr okkur þá skulum við setja limit á bannera frá hverjum notanda. Tveir bannerar eru leyfðir frá hverjum og einum. Ekki fleiri!
5. Hafið bannerana í .gif formi.
Svo við getum startað nýju ári með sæmd og kúplað okkur út frá þessu þá setjum við skilafrest á síðasta banner 31. desember. Það gefur okkur tæpar 2 vikur. Svo látum við könnun standa í nokkra daga svo við getum kanski verið komin með nýjan banner í kringum 10. jan 2007.
Til að forðast allann misskilning þá verður núvernandi bannerinn af Porsche-inum ekki hafður með í könnuninni.
Stjórnendur bílaáhugamálsins.