Jú jú. M5 er nokkuð bombproof svo framarlega sem hann fær reglubundið viðhald, enda hefur hann ekkert bilað. Stefna var upprunalega sett á 911, ég var að spá í Carrera SC 3.2 helst 1986-1989, þar sem að eftir því sem ég hef komist næst þá eru það síðustu “alvöru” Porsche bílarnir og mun sterkbyggðari en síðari bílar. Þetta eru ágætlega praktískir bílar og það er hægt að flytja þessa bíla inn með árs ábyrgð svo eitthvað sé nefnt. Þegar ég var að skoða þetta þá gat ég fengið topp eintak hingað heim fyrir tæpar tvær milljónir, en svo fór gengið af stað og núna þarf að punga út meira 2.5 milljónum til að fá sama bíl. Ég var líka að spá í M5 bílinn innfluttan en það var sama á döfinni þar, þetta hækkaði of mikið eftir gengissig krónunnar. Þegar ég var að spá í M5 bílinn var ég fyrst að spá í 3.8 lítra 1994 módel, þannig bíll í dag myndi ekki fara undir 3 - 3.5 hingað heim þar sem þeir hafa hækkað erlendis eftir að nýji M5 bíllinn kom. Hinsvegar er hægt að fá gott eintak af 3.6 lítra bíl 1989-1991 módel á svona tæpa milljón, en það getur síðan skriðið nálægt 1.5 - 1.7 hingað kominn. Hér heima veit ég um einn uppi á höfða til sölu á rúm 1200 þús sem virðist sanngjarnt verð ef hann er í sæmó standi, það er þá hægt að eyða pening í að koma honum í gott stand, og stundum er það ekkert síðra. Græni 3.8 lítra bíllinn var síðast á 3.5 milljónir og það er ekki ósanngjarnt verð heldur þar sem sá bíll er með 6 gíra kassa og Nurburgring fjöðrun og er í “mint” ástandi eins og sagt er. Ég skoðaði líka einn í vor sem er 3.8 lítra og hefur verið til sölu í DV á tæpar 2 milljónir 1993 módel með hvítu leðri. Þessi bíll er hinsvegar alveg ómögulegur og verðið er gjörsamlega út í hött. Hann er mjög illa sprautaður (minn er með upprunalegu lakki og það góðu og mér fannst það mikilvægt) auk þess sem hann er allur skröltandi með beyglaðar felgur og hvaðeina.
Ef þú ert ekki með konu og barn, þá er Porsche náttúrulega málið og einmitt best að nota tækifærið á meðan maður hefur það…. Það er líka annar flötur þar á sem eru endurbyggðir bílar t.d. sem RS eða eitthvað í þeim dúr, þetta er oft mjög vel gert og þá ertu kannski að kaupa 1981 módel og hann þá formlega orðin antík (held ég) og þá sleppur þú við einhver gjöld af honum.
Eitt mikilvægt atriði er að gleyma ekki að reikna með dekkjum á þessi tæki. Stykkið af afturdekkjum kostar oft í kringum 37 þús kall, og ef felgurnar eru ekki góðar þá kosta t.d. original BBS felgur í 17" stærð 350 þúsund. Þannig að það er að ýmsu að huga. Ég keypti þennan bíl hér heima á sanngjörnu verði, það sem skipti máli var að hann var tjónlaus, upprunalegur að öllu leiti, hafði ekki verið keyrður að vetrarlagi og þessvegna lítið keyrður eða um 100 þúsund, og hann var vel með farinn, t.d. leðurinnréttingin er óslitin. Það er nefnilega auðvelt að sannfæra sjálfan sig um og líta framhjá atriðum sem maður ætti ekki að líta framhjá vegna þess að mann langar svo í bílinn. Enn einn flötur í þessu er Bílabúð Benna en þeir geta flutt inn notaða bíla líka, þeir mæla sérstaklega með 968 clubsport, en ég hef ekki ekið þannig bíl en skilst að þeir séu frábærir. Niðurlagið er það að þetta margborgar sig. Í stað þess að vera með bíl sem rýrnar ertu með bíl sem heldur sér í verði svo framarlega sem hann er í góðu ásigkomulagi og það á við um bæði Porsche og M5 og að sjálfsögðu M3 sem er ekki leiðinlegur bíll heldur, sérstaklega ef hann er 1987 - 1992 módel. Það var einn þannig til sölu uppi á höfða líka í toppstandi og mjög fallegur, það eru frábærir akstursbílar.
Þú ert á MX-5 er það ekki?