Götubílar í kvartmílu..... Alltaf þarf maður að hugsa upphátt.
'Eg var að velta fyrir mér hvort kvartmíla vekti ekki áhuga hjá þeim sem eru á “venjulegum” götubílum. Þannig er mál með vexti að mér finnst sem ég hafi tekið eftir aukinni þáttöku dellufólks sem fer með fjölskyldubílinn í kvartmíluna og þetta er þáttur sem mér finnst sérstaklega gaman að. Það er fátt skemmtilegra en að sjá tvo aðila spyrna sem eru á svipuðum fólksbílum að getu. Þarna geta menn spyrnt í stað þess að gera þetta á götum borgarinnar og hægja svo á sér þegar hundraðinu er náð og finnst mér þetta mjög góð viðbót í þessa flóru.
Sumir eru jafnvel farnir að taka þetta nokkuð alvarlega og ýtir þetta þá undir tjúningar af ýmsu tagi og færir okkur ýmis augnayndi á götuna eins og t.d. DLS imprezuna.
Nú er ég jafnvel að spá í að taka þátt næsta sumar og ætla þá að nota tækifærið til að hrinda nokkrum endurbótum í framkvæmd. En mig fýsir að vita hvort þið þekkið einhverja sem hafa tekið þátt í þessu og hvaða búnað ég þarf nauðsynlega áður en ég byrja, t.d. hjálm, öryggisbelti og slíkt.
Það væri líka gaman að vita hvort einhver ykkar hafi áhuga á að spreyta sig eitthvað næsta sumar.

smoken!
bebeca