Ég var að lesa hérna á korknum um andúð á breytingum á bílum. Eins og einn sagði, ef þeir hafa það ekki slepptu því.
Þessu er ég persónulega algjörlega mótfallin því að það er bara allt of mikið af bílum sem eru eins og finnst mér gaman að sjá þegar að fólk tekur sig til og breytir þeim. Þetta stuðlar af meiri persónuleika í umferð og gleður augað.
Þið hafið örugglega tekið eftir vínrauðum Subaru impreza sem ég held að sé með 1800 vél. Þessi náungi hefur gert svoldið fyrir þennan bíl og að mér finnst í alla staði smekklegur. Þó að bíllinn sé ekki turbo þá er samt gaman að sjá hann og gaman að sjá hvað hann getur. Hann er búinn að láta scope, spoiler, púst og örugglega síu líka. Þessum manni óska ég bara til lukka og velfarnaðar í framtíð því að hann er náungi sem þorir.
Neikvæðni gagnvart því að breyta bílum sem bíður ekki uppá það er eitthvað sem menn ættu að hafa útaf fyrir sig. Það sem fólk er einfaldlega að gera er að skapa bílnum smá persónuleika. Ekki vera á standard útliti sem við sjáum of oft, heldur að skapa fjölbreytni.
þegar að ég sé breyttar druslur finnst mér gaman að vera í umferðinni, þetta er fólk sem hefur þor í að fíflast, breyta skoda ´86 í gulan, rauðan og grænan eða á álfelgum. Þetta þykir mér persónulega gaman að sjá því að ég get hlegið mikið af þeim.
Þegar að ég er að keyra í umferðinni þá er mjög leiðinlegt nema að maður sjá eitthvað svona þá fær maður aftur athyglina og autopilotinn fer af.
Ég hef tekið mikið eftir þeim vinsældum að breyta Hondum meðal annars að láta eldgömul módel á álfelgur. Það er allt í lagi ef að boddíið er nokkuð heilt, annars gætu þeir bara sleppt þessu. Persónulega þykir mér 88 útlitið af hondu óforbetranlega ljótt og myndi alls ekki gera þetta, ef ég ætti svona bíl. En sem betur fer erum við jafnmismunandi og við erum mörg og þessir bílar gefa fullt af ástæðum til að tala um góðar eða vondar. Það er allt gott og blessað því að þá höfum við allavega eitthvað til þess að tala um.
Pælið í því að ef það væru allir á sínum standard bíl. Þá væri umhverfið óttalega litlaust og leiðinlegt. Og umræðan sama sem engin. Dæmi: sástu golfinn? já og þarna er annar alveg eins.
Frekar ætti það að vera svona: Sástu golfinn? já en þarna er annar á 17“felgum kraftpústi scope og svo er hann búinn að sprauta geðveika mynd á húddið.
Þið vitið alveg um hvað verður talað.
”Fjölbreytni skapar menningu."