Hvað er að frétta,
Ég var að lesa aðeins um Nítro í eldri grein og sá margar mishugmyndir.
Hvað gerir Nítro.
Það kælir loftið sem er í kringum sig þannig að meira loft kemst inn í vélina og veldur meiri kraft, þetta er grunn hugmyndin.
En af hverju verður meiri kraftur?
Þar sem að það er meira loft enn venjulega þá verður meiri sprenging, en munið að mixtúran er orðin LEAN því að loftið sem kælist er búið að mæla á hærra hitastigi og tölvan heldur að um minna súrefnis magn sé að ræða. Þegar mixtúran er svo sprengt þá springur einfaldlega meira loft en fyrr. eins og turbo.
AFhverju er nítro slæmt? Því að mixtúran er LEAN, þegar hún er LEAN þá á hún auðveldara að hitna(Oktana talan er off lág) og þegar hún hitnar of mikið þá springur hún að sjálfum sér eins og diesel, en tíminn sem hún springur á er vel áður en að stimpillinn er kominn alla leið upp og því stoppar sprenginginn stimpillin og eitthvað gefur sig, oftast stimpil stangir. Það er það sem er hættulegt.
En hvernig er hægt að forðast að vélinn springi,
Fyrst með því að vera með fullkomið kælikerfi, þ.e ekkert er bilað eða ekki að virka rétt, og að vélinn sjálf sér raunverulega í góðu standi, svo að kaupa dýrara bensín til að mixtúran eigi erfiðara með að springa að sjálfum sér, þetta er ein ástæðan fyrir því að kaupa hærra oktan bensín á vel tjúnaða turbo bíla og þá sem eru með mjög háa þjöppu, Og velja sér rétta kitið,
2 tegundir af nitro kitum
Dry manifold, hérna er nitroinu bætt aukalega í bensín leiðslurnar og kemur út úr spíssunum, ég held að hérna verði bensín mixtúran enn meira LEAN,
Wet Fogger, auka spíss er bætt á loft inntakið, þ.e eftir throttle body-ið. sem svo sprayar nitro á loftið á leiðinni inn,
Nú eru kominn svo góð kit að eyðileggja vélinna er bara ómögulegt.
Ekki hugsa ég treysti ekki á þetta, það er afþví að þú þekkir ekki nitro og veist ekki nóg til að segja það.
Kit eru til sem eru sjálfvirk(kom á eftir Old Style), þú kveikir bara á og bíður þar til í 3500snúnigum í botni eftir 50-100hp instant kicki í rassgatið, sum eru með takka sem maður kveikir sjálfur á einhvern tímann(Old style),
Svo eru til fullkominn kit sem eru með sýnar eigin bensín tölvur þannig að þegar þú ert með nítro-ið í gangi þá bíður tölvan eftir því að þú komist í 3500 og tekur svo yfir bensín spíssana, og bætir einfaldlega nóg af bensínni til að halda 14.7 mixtúru(þessi mixtúra gefur hámarks hestöfl, 14.7:1 loft: bensín).
Þessar eru meira að segja með hitaskynjara sem skynjar vélinna og minnkar nitroið ef vélinn er að hitna of mikið,
þær eru líka með sýna eigin kveikju skynjara þannig að það er liggur við komið alveg annað innspýtinga kerfi í gang þegar að nitro-ið er ræst. Nánast bulletproof,
Kunningi í Street Racing scene-inu í Toronto á BMW ´88 325i 2.7lítra með bunch af vélar tjúningu(211 í hjólunum). Hann var með nítro og það kom svo mikið spark að mótorpúðarnir þoldu það ekki, nokkru sinnum var skipt um :)
Tips:
Vera með fullkomið kit.
AIR/Fuel ratio mælir.
og góða bensín dælu, kannksi tvær.
Ég myndi ekki nota nítro á bílnum mínum þar sem að hann er BMW ´87 325i blæjubíll 300hp og 1255kg. Og ég nenni ekki að skipta um mótorpúða því að M5 púðarnir kostuðu 5000kr stykkið, og svo er hann nógu kraftmikill fyrir til að “smoke”-a flesta bíla á götunni,
Enn ef ég vildi lág hestafla bíl, sparneytin bíll sem væri líka gaman að spyrna gegn dýrari bílum þá myndi ég gera það.
ford ka með 100hp nítro, er það ekki 150hp í 800-900kg bíl, ekki slæmt, það ætti að taka Imprezu turbo og valta yfir hana,
P.S fyrir þá sem eru búnir að lesa alla leið, við vorum að updata heimasíðunna okkar aðeins.
www.gstuning.bmwe30.net
Gunnar
GST
Íslandi