Ég og vinur minn tókum á leigu ps2 og GT3 leikinn og ég get sko alveg sagt það fyrir mína parta að GT2 er betri, ekki flottari en betri.
Málið er að í gt2 eru fleiri bílar til að velja úr og þau mistök sem þeir gera með Gt3 er að splitta honum ekki í 2 diska, þannig að það rúmast u.þ.b. 650 meg á geisladisk og þessi megabæt fara í betri hlóð og betri grafík aðeins fleiri brautir á kostnað færri bíla. :(
Þetta finnst mér sorglegt og geta ekki keypt gamla ameríska dreka er líka ekki nógu gott.
Annað sem ég vil bæta við að ég er nú ekki lélegur driver í þessum leik þar sem að ég er búinn að klára bæði 1 og 2. En við fórum í Yaris rall í beginner og tjúnuðum þar upp yaris 1500 vvti bíl sem er öflugasti yarisinn sem þú getur keypt. Hann tjúnaðist uppí 286 hö og léttum hann um þrjú stig, sem sagt kláruðum tjún pakkann.
En hvað gerist ég get rétt svo unnið Yaris flokkinn sem voru allir euro bílar sem eru með litluvélinni og óbreyttir 86 hö.
HVAÐ MEINARU. Ef að ég er á góðu krúsi með gjöfina í botni á 286 hö-a yaris þá draga hinir 86 euro-hö á mig.
Þetta er stórgalli og ég er búinn að missa álitið á þessum leik.
númer 2 er bestur fyrir mína parta.
Takk fyrir.