
V6 vélin kemur honum í hundrað á um 6.5 sek (áætlað) og breið dekkin og stór afturvængur sjá um að halda honum á veginum.
En það helsta sem gerir þennan bíl sérstakann er að aðeins 250 eintök voru framleidd. Hvað þessi bíll myndi kosta hér á landi er óvitað en menn í bretlandi hafa verið að borga um 50.000 pund sem er í kringum 7 miljónir króna.
Persónulega myndi ég hafa viljað sjá hann vera aðeins kraftmeiri, t.d. er Audi TT (225 hö) fljótari því hann er 120kg léttari. VW kynnti þessa hugmynd fyrir all nokkru síðan og upprunalega átti bíllin að fá V6 2.8L vélina með tveimur túrbínum og hefði hann þá farið eitthvað yfir 300 hestöflin. En vissulega er gaman að eiga bíl sem aðeins 249 aðrir í heiminum eiga.