Hekla: selur mikið af bílum og státar af ágætri þjónsutu með varahluti og notuðu bílana. Ég móðgaðist þó við fá fyrir 5 árum þegar ég átti Galant Ameríkutýpu og þeir vildu ekki taka hann uppí nýjan Galant. En samt ágætt.
Toyota er örugglega besta umboðið. Með góðan orðstír og rómaðir fyrir góða þjónustu. Þeir eru líka að selja ótrúlegt magn af nýjum bílum. Notuðu bílarnir eru líka þekkitir fyrir góða þjónustu.
Honda og Peugeot umboðið er þekkt fyriri dýra varhluti og þegar ég átti Civic var að alveg að drepa mig og mitt veski. Selja að vísu ekki mikið af Peugeot einsog Jöfur gerði. En það breytist örugglega með 307.
Brimborg í sínu glæsilega húsi nennir ekki lengur að selja Daihatsu. Aðeins 24 Dæjarar hafa selst á þessu ári. En standa sig vel meðFord, Volvó og Sítrónurnar. Og gott verð á varahlutum, hef reyndar aldrei átt bíl frá Brimborg en hef heyrt getið um sæmilega þjónustu.
Ingvar Helgason eða afkomendur hans eru þekktir fyrir leiðinlega þjónustu, hvort sem er í varahlutum, notuðum eða nýjum bílum. Selja samt mikið og standa sig rosalega vel sölulega séð. Átti vínrauðan Legacy og þurfti að láta skipta um hliðarspegil vegna smátjóns. Spegillinn var samlitur rauður en þeir settu svartan á og voru bara með leiðindi þegar ég benti þeim á það og þurfti að bíða í 3 vikur eftir lagfæringu á því.
Ræsir selur mikið af Benz en eru alveg búnir að klúðra Mözdunni, selja nokkur skykki. Gott verkstæði samt.
Ístraktor verður varla mikið lengur starfrækt. Íslendingar eru búnir að sanna það að þeir vilja ekki ítalska bíla.. Hef heyrt að það sé til sölu.
OH.