Jæja, eins og örugglega einhverjir hafa tekið eftir er byrjuð umræða um að taka upp þungaskattskerfið í breytti mynd og draga til baka þær breytingar sem gerðar voru.
Mikil reiði virðist vera hjá sumum eins og sést á spjallborði Live2cruize en mér persónulega sýnist þetta mál byggja mjög mikið á misskilningi.
Ég persónulega sá þetta þarna á Live2cruize og varð í fyrstu svolítið sjokkeraður og fannst þetta heimskulegt þangað til að ég spurði menn fróðari en ég sem vita mikið um þetta mál og þá útskýrðist þetta allt en áhyggjur mínar urðu samt ekkert minni. Þær breyttust bara, ætla að reyna að útskýra þetta fyrir ykkur svona svo þið vitið í hverju þetta felst þar sem ef úr þessu verður hefur þetta áhrif á alla sem þurfa að kaupa bensín á bíla eða bara yfirhöfuð keyra bíl.
Nú fyrir einhverju ári síðan eða svo var þungaskattskerfið afnumið og í staðinn var lagður bensínskattur á Diesel olíu. Þótti flestum þetta vera góð breyting og voru allir glaðir.
Þangað til menn byrjuðu að finna galla á kerfinu og misnotkun byrjaði sem orsakaði að peningaflæði til ríkisins í gegnum bensínskatt minnkaði til muna.
Þannig er málið að það er ekki bensínskattur á litaðri olíu sem orsakar það að líterinn af þeirri olíu er mun ódýrari en af diesel olíu svo margir hafa ákveðið að kaupa þannig á bílana sína þrátt fyrir það er ólöglegt. Nema að sektarákvæði gegn þessu eru það veik að fólki er alveg sama, aðeins er hægt að tékka hvort sumir fari eftir þessu á hverju ári og er það í kringum einn þúsundasti af heildar diesel bíla flotanum svo líkurnar á að maður verði tekinn eru ekki miklar og ef maður er tekinn gerist ekkert svo slæmt, færð smá sekt sem maður getur borgða með mismuninum á fimm olíutökum svo margir nota þennan galla í kerfinu sér til hags.
Útaf þessu hefur ríkisstjórnin loksins ákveðið að hlusta á Vegagerðina og hennar tillögur um hvernig má útfæra þetta og hefur verið skipuð nefnd til að skoða málið og koma með tillögur sem verða svo líklegast teknar fyrir á þingi næsta haust.
Ég ætla nú að segja ykkur frá þeim tillögur sem upp eru komnar í þessari nefnd og hvernig vandamálið verður líklegast leyst.
Þungaskattskerfið verður tekið aftur upp í breyttir mynd með betri tækni, áður fyrr gastu valið hvort í bíl þinn fór ökuriti sem var lesið af á þriggja mánaða fresti eða hvort þú borgaðir fast gjald. Hrikalega mikil vinna og kostnaður var í kringum þessa ökurita og að vera alltaf að lesa af þeim og er það ein af ástæðum fyrir því að gamla kerfið var laggt niður en nú þegar tækninni hefur fleygt fram er ekkert í vegi til að taka næsta skrefið. Gera þetta allt sjálfvirkt. Láta þráðlausan búnað í bílana sem uppfærir tölurnar sjálfkrafa á viku eða mánaðar fresti og engin þörf er að lesa af þeim.
Þannig að í raun er bara verið að taka upp gamla kerfið aftur með betri tækni og auknum þægindum svo óþarfi er að hafa áhyggjur af því.
Þvert á móti er hægt að hafa áhyggjur af öðru sem ríkinu gæti dottið í hug að gera með þetta kerfi.
1. Setja þetta í alla bíla, líka bensínbíla. Hægt er þó að deila um hvort það sé gott eða slæmt en það væri möguleiki, möguleiki sem þeir eru alvarlega að íhuga.
2. Reykjavík vill láta upp umferðatolla, borgar s.s. fyrir að keyra t.d. í miðbænum og svo bara á álagstíma og þess háttar og þar eru hugmyndir um að setja upp hlið. Þetta hjálpar að gera það að veruleika og hægt er að gera það líka sjálfvirkt, kubburinn skráir hvert þú ferð og svo færðu bara sendan reikning heim til þín á mánaðarfresti.
3. Þetta er það sem ég er mest hræddur við, kubburinn skráir hvar þú keyrir, hvenær þú keyrir og svo auðvitað hve hratt þú keyrir. Hægt er að setja upp kerfi þannig að kubburinn sendi tilkynningu ef þú keyrir of hratt og færðu þá einfaldlega senda sekt heim til þín í pósti. Keyrðirðu á 60 í 30 götu? aumingja þú, búinn að missa bílprófið.
En eins og er er þetta allt á skoðunarstigi og ekki neitt víst um að stig 2 og 3 verði að veruleika en það er möguleiki hvernig hægt er að nota kerfið.
Endilega ef það eru einhverjar spurningar spyrjið bara og ég skal reyna að svara eftir bestu getu, vona líka að þetta hafi hjálpað ykkur að skilja þetta.