Eins og komið hefur fram á spjallinu er ég mikill Saab fan.
Ég hef átt þá nokkra (eldri týpur) og þetta eru án efa bestu bílar sem ég hef keyrt.
Ég hef hins vegar orðið var við það að fólk skiptist í tvo hópa. Þeir sem fíla Saab og þeir sem þola þá ekki. Gott mál.
Er einhver þarna úti sem fílar Saab og hefur áhuga á því að skiptast á skoðunum á þessum eðalbílum?
Ég var að skoða eitt stykki um daginn.
Saab R900 Turbo…heil 200 hestöfl, 20 ventla, svartur, lækkaður um 2“, low profile 16”, sensonic skipting, leður recaro sæti, 2ja dyra….ofboðslega fallegur bíll. Takmarkað upplag..R stendur fyrir Rally. Minnir að það séu bara til e-ð um 3000 eintök.
Það sem ég setti helst fyrir mig var að þrátt fyrir að bíllinn liti vel út fékk ég samt þá tilfinningu að það hefði verið farið illa með hann…og verðið…svona bílar eru erfiðir í endursölu (sem skiptir mig ekki máli því ég er alltaf að leita að bíl sem ég get átt næstu 20-30 árin)..já verðið sem var sett á hann var 2.1….!
Það finnst mér svolítið mikið… enda þarf að laga bílinn töluvert.. t.d. skipta um mótorpúða, hjöruliði að framan…svo e-ð sé talið upp.
Hvað finnst ykkur?
Kv.
Saabste