Smásagan:
Förum nú aftur til ársins 19xx þegar menn ákváðu að setja 90 km hámarkshraða úti á vegum, þetta mæta ár voru væntanlega til bílar eins og Daihatsu Charade, sá mæti bíll er auðvitað mjög sterkbyggður og öruggur í alla staði eins og allir vita. Nú voru tveir Daihatsu Charade bílar að keyra Reykjanesbrautina á 90 km hraða á móti hvorum öðrum þegar annar ökumaðurinn missir stjórnina á sínum bíl og lendir beint framan á hinum Charade bílnum sem er að koma á móti. KRASSSSS!!!!! Báðir ökumennirnir eru STEINDAUÐIR! - - - - Nú hlýtur þetta að vera á ábyrgð stjórnvalda að hafa sett ALLTOF HÁAN HÁMARKSHRAÐA! Einmitt nokkrum vikum áður hafði verið mikil umræða í Morgunblaðinu (líking fyrir Huga.is) um að hækkun hámarkshraða væri ekki tímabær, 70 væri mjög góður hámarkshraði og ef fólk færi nú að keyra á 90 væri voðinn vís, því eins og allir vita: HRAÐINN DREPUR! Ef við flettum upp á örfilmum, fréttum frá árinu 19xx þá sjáum við að án efa hefur slysatíðnin aukist um allavega helming á þessu ári sem hámarkshraðinn var settur í 90.
Nú flytjum við okkur aftur til ársins 2001, nú er komin ný kynslóð af Charade, ennþá öruggari segja sérfræðingarnir, með loftpúðum og ABS. Nú eru tveir ökumenn að aka Reykanesbrautina á nýju Charade kerrunum sínum, á 110, því já! það er búið að hækka hámarkshraðann upp í 110. Nú gerist sá skelfilegi hlutur að ökumaður A missir stjórn á bílnum og skellur beint framan á ökumann B. Báðir bílarnir eru í klessu og ökumaður A er lamaður fyrir neðan mitti og er slefandi “grænmeti” það sem eftir er og ökumaður B er steindauður! Mikil sorg ríkir í landinu.
Boðskaðurinn með þessari sögu er að alltaf verða slys í umferðinni, og eftir því sem hraðinn er meiri, verða slysin verri.
Það er búið að heilaþvo fólkið þvílíkt hérna í landinu, það eru allir komnir með þessi slagorð á heilann, HRAÐINN DREPUR, HRAÐANN EÐA LÍFIÐ! Það hefur enginn fyrir því að hugsa lengur.
Nú auglýsi ég eftir einhverjum sem vill svara þessari grein með almennilega rökstuddu svari, Afhverju hámarkshraðinn, sem er 90 km/klst er ekki hafður 80 km/klst, því við að lækka hann niður í 80 þá styttist bremsunarvegalengd um 25%. Sá hinn sami og svarar þessu verður líka að gera grein fyrir því, afhverju er hámarkshraðinn ekki hafður 100 km/klst.
-Gústi