það er ekki flókið mál að finna rök fyrir því að hækka ekki hámarkshraða. Við akstur notum við öll skynfærin og 90% skynjunar er í gegnum augun. við aukinn hraða þrengist sjónsviðið, sannað. Við akstur útá vegi þarf að hyggja að mörgu, td. lausagangi búfjár, smölun, svo ekki sé talað um aðra umferð í sinni fjölbreittustu mynd. Við hraðan akstur kemur hraðablinda, það sljóvgar viðbragðið. Við aukinn hraða margfaldast stöðvunarvegalengd og þá erum við að tala um tugi og hundruð metra. Það er staðreynd að sá umferðarhraði sem er við líði er meiri en leyfilegur hámarkshraði, það sem stjórnar því hvenær löggan hefur afskipti eru svokölluð vikmörk sem eru aðeins yfir hámarkshraða og svo eru sektarmörk aðeins ofanvið það eða alls 14 km.klst yfir leyfilegum hámarkshraða. Stundum vilja löggur gefa mönnum slaka og taka þá út úr sem hraðast fara og setja sér þá enn rýmri mörk en þeir í raun hafa leyfi til að gera og það er í sjálfu sér slæmt að ekki skuli vera eins hjá öllum löggum. Þetta þýðir að á 90 km vegi er í sjálfu sér ekki hægt að gera neitt, nema við slæmar aðstæður, fyrr en í 104 og þá aka allir á 104 + -. Eins 70 km vegi= 84 = 90 + - . Sumar löggur vilja helst ekki koma nálægt umferðarmálum og skipta sér ekki af þeim nema þegar hraðinn eða brotið er yfirgengilegt. Skilyrði hér á landi eru oftast nær slæm, útsýni skert vegna legu vegar, veðurs eða annars. Hálka, snjór ofl. ræður miklu um þetta. Þegar um slys er að ræða er ástæðan í 95% tilvika mannleg mistök, þau eru alvarlegri á meiri hraða, staðreynd. Til að verða reyndur ökumaður þarf viðkomandi að vera atvinnuökumaður í 6 - 7 ár eða aka rúma 100.000 km við fjölbreittar aðstæður, ekki bara í borginni og segjast hafa ekið á möl þó þeir hafi ekið uppí Heiðmörk. Samkvæmt rannsókn eru þeir sem oftast brjóta umferðarlög líklegri til að …1.. brjóta önnur lög samfélagsins..2.. vera kærulausir í umferðinni..3.. vera eirðarlausir við aksturinn..4.. vera árásargjarnari en aðrir..5.. bera litla virðingu fyrir yfirvöldum og 6.. hafa litla sjálfsstjórn. Þú ekur einsog þú lifir. Mönnum finnst sjálfsagt oft lítið varið í slagorð umferðarráðs en þau luma á sér og eru sett fram með full hóflegum hætti. Annað atriði í umræðunni..Þegar lögreglubíl er ekið hratt án ljósa getur ástæðan verið margþætt. 1 það getur verið yfirvofandi hætta eða yfirstandandi brot sem rétt er að hraða sér að án þess að vekja á því óþarfa athygli eða fæla brotamenn frá. 2 það geta verið að berast nýjar upplýsingar í lögreglubílinn um að ástand á vettvangi sé að breytast og mælt með því að hraða sér, td að slysi sem virðist ekki vera krítískt en tekur breytingum. Það er ekki skylda, þó það mætti vera notað oftar, að fara hratt yfir með bláum og sírenum, það er í valdi ökumanns lögreglubílsins að meta það og það er hans að svara fyrir ef eitthvað ber útaf. Starf löggunar er ekki auðvelt, það er sífellt verið að hnýta í þá þegar þeir eru að vinna sína vinnu. Það þarf að taka margar ákvarðanir á stuttum tíma og á meðan er einhver að anda niður í hálsmálið á löggunni bendandi á það hvað hún sé vitlaus. Hvernig væri þetta ef alltaf væri fullt af sjálfskipuðum læknum eða hjúkrunaliði á slysavettvangi til að hreyta í sjúkraflutningamenn og lækna, já eða slökkviliðið fengi ekki vinnufrið fyrir sjálfskipuðum slökkviliðssérfræðingum. Ég get alveg tekið undir að það eru til kaflar ca.20 - 30 km langir þar sem hægt væri að leyfa 110, 120,eða jafnvel 130 km hraða, hvernig heldurðu að það væri fyrir þann hinn sama að hægja sig aftur niður í 90 km klst eftir það, hraðablinda, hann væri á 110 120 130 alla þá leið sem hann ætti eftir ófarna, pottþétt. Það er alveg hreint og klárt, ökumenn á Íslandi eru mjög færir ökumenn upp til hópa, það eru þessir ungu sem telja sig útskrifaða um leið og þeir fá teinið og geta ætt af stað, sem eru hættulegir fyrir aðra vegfarendur. Það er sannprófað að það að gefa tiltal og vara ökumenn við skilar ekki tilætluðum árangri, menn eru búnir að gleyma tiltalinu eftir 10 mínútur. Reynum að sýna umburðarlyndi og tillitssemi í umferðinni við höfum öll verið börn í umferðinni og flest, vonandi öll, eigum við eftir að eiga börn í umferðinni. Þá er betra að vera góð fyrirmynd og sýna gott fordæmi og geta sagt ef eitthvað hræðilegt gerist “Ég sýndi gott fordæmi” heldur en að velta sér uppúr því að “ef ég bara hefði verið betri fyrirmynd í umferðinni” Það vill enginn lenda í óhappi, ekki einusinni smá nuddi, það er ekkert betra að geta sagt, “ég hef sloppið við meiriháttar klessur” Best er að geta sagt, “ég virði lög og reglur og hef ekki gefið tilefni til að vera stoppaður og þegar ég hef lent í átaki lögreglu hef ég haft allt í lagi” Elskurnar, elskiðið lífið, það er aðeins eitt !
Góða helgi..LAD