Hefur einhver pælt í því hvað þessar nýju sektir fyrir of hraðan akstur eru fáránlegar á köflum. Ef þú keyrir á 111 km hraða á 90 svæði þá þarftu að borga 20 þúsund í sekt!!!!!

Enn eitt fáránlegt:

Ef þú keyrir á 101 km hraða á 90 svæði, þ.e. 11 km yfir leyfilegum mörkum er sektin 10 þúsund, en ef þú keyrir á 91 km hraða á 80 svæði, 11 km yfir leyfilegum mörkum þá þarftu ekki að borga nema 5 þúsund í sekt. Ég veit ekki betur en að þú sért að keyra hlutfallslega hraðar á 80 svæðinu en samt færðu lægri sekt!

Sjálfur var ég einu sinni að keyra á milli Rvk. og Mosó á 90 (með lögguna á eftir mér) þegar hún tekur fram úr mér og brunar á um 110-115 burt, hvernig væri að sekta þessi fífl!

Ég var tekinn um helgina fyrir of hraðan akstur, nánar til tekið á 115 km hraða, um það bil sama hraða og allir keyrðu á en eina ástæðan fyrir því að ég var stoppaður var að ég var að keyra einbíla (útskýring: engir bílar nálægt mér). Akstursskilyrðin voru eins og þau gerast best, beinn og þurr vegur, mjög lítil umferð, bjart (ég var að keyra á Suðurlandi þar sem eru lengstu beinu vegir sem hægt er að finna á Íslandi).

Löggan hékk úti á vegum alla verslunarmannahelgina og sektaði fólk eins og mig fyrir að keyra á það sem ég vil kalla “eðlilegur keyrsluhraði” (100-120 við bestu aðstæður) í staðinn fyrir að actually gera eitthvað gagn, t.d. stoppa fulla vitleysinga sem eru að keyra og nauðgara!

Það er ekki til neitt sem heitir að gefa fólki viðvörun lengur, ef þú ert að keyra of hratt þá stoppar löggan þig ekki og biður þig að hægja á þér, heldur er bara strax skrifaður sektarmiði, OG ÞAÐ FYRIR AÐ KEYRA Á SAMA HRAÐA OG ÞEIR KEYRA SJÁLFIR OFT!!!!!!!!!
Það hlýtur að vera þvílíkt fjársvelti hjá lögreglunni, ég var að skoða á www.logreglan.is að á síðasta ári voru sendar út rúmlega 36.000 sektir fyrir umferðalagabrot sem þýðir að um 6 hver íslendingur með bílpróf fær sekt á hverju ári! Íslendingar hljóta að vera algerlega óhæfir ökumenn. Ef við gerum ráð fyrir að hver sekt hljóði upp á t.d. 10.000 kr. að meðaltali (m.v. þessar nýju sektir) þá ætti löggan að ná um 360 milljónum í kassann, bara fyrir umferðalagabrot!

Gústi