Jæja, ég hef ekki skrifað neina grein frá því að ég tók við bílaáhugamálinu, reyndar ekki beint vitað hvað ég ætti að skrifa um, en hérna koma topp 10 bílar sem ég hef rúntað á. Listinn er ekki tæmandi, þetta er jú síbreytilegt. Veit að þetta eru ekki bestu eða skástu bílar sem sögur fara af, en jújú, þessa og tugi fleiri hefur maður nú samt fengið að taka rúnt á.
#10. GMC Sierra 1500 1996
Þessi bíll, Gemsinn einsog við kölluðum hann alltaf, tók ég á minn fyrsta rúnt. Þvílíkur jálkur sem lét ekkert stöðva sig. Pabbi átti hann og ég fékk hann að jafnaði fyrstu vikurnar sem ég var með bílprófið því ég hafði ekki neinn bíl, var að leita. Á tæpum 3 vikum rúllaði hann um 2500 km. Allt innannbæjar, nema einusinn útí sumarbústað sem er við Ingólfsfjall.
#9. Volvo 760 Turbo Intercooler 1987
Þennann bíl átti besti vinur minn um smá skeið. 200 hestar undir húddinu. Þessari græju rúntuðum við á öll kvöld. Vinur minn nennti ekki að keyra hann eitt kveldið svo ég sem var næstráðandi á þeim bíl tók að sjálfsögðu við. Eyddi einsog eldflaug, tók alla bíla í spyrnu sem við spyrntum við og spóluðum í hringi á malarplönum og mökkuðum á rauðu ljósi. Ekkert sem jafnaðist á við þennann bíl. Var fluttur inn frá Þýskalandi 1997 minnir mig af afa vinar míns. Hann seldi svo tengdasyni sínum bílinn og vinur minn keypti hann svo af “frænda” sínum. Var sem sagt alltaf innann sömu fjölskyldunnar, þar til vinur minn seldi hann stuttu fyrir jól.
#8. Jeep Grand Cherokee 1996
Þennann Cherokee, V8 bensínjálk fengum við lánaðann eitt kvöld. Held að bensínmælirinn hafi hrunið hraðar en hraðamælirinn steig. Tókum við honum fullum af bensíni og skiluðum honum rétt fyrir neðan hálfan tank eftir um 200 km akstur á laugardagskvöldi í Reykjavík. Hélt enginn bíll í okkur á þeim bíl. En eini gallinn, einsog við flesta americano bíla var eyðslan.
#7. BMW 735 1987
Þennann bíl átti frændi minn. Hann hafði alltaf lofað mér að fá hann lánaðnn eitt kvöld sem varð svo ekkert úr áður en hann seldi hann. Fékk hann þó einn laugardag, með því skilirði að fara ekki uppfyrir 100 og bara innannbæjar, sem ég stóð við að hálfu leyti… :D. Hann togaði einsog Jón Páll væri hinum meginn í reipitogi við mann. Kanski ekki endalaus kraftur en alveg meira en nógur. Hef voða lítið annað að segja um þennann kagga sem frændi minn grenjar enn þann dag í dag um að hafa selt.
#6. Toyota Land Cruiser 100 2005
Við félagarnir fengum þennann á sunnudagsrúntinn í nóvember síðastliðinn. ákvað að skella honum líka með, því þetta er jú einn af skemmtilegri jeppumm sem ég hef fengið að taka í. Mjög þægilegur ferðabíll. Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en, jújú þrátt fyrir að vera Toyota, virkilega spennandi og skemmtilegur bíll.
#5. BMW 525i 2001
Bróðir minn flutti þennann inn í sumar. Æðislegur bíll, M-innrétting, leðursæti, M-fjöðrun og meira til. Hef fengið þennann nokkuð oft lánaðn á laugardags rúntinn og verð að segja það að það jafnast ekkert á við að sitja undir stýri á þessum í hægaganginum á laugarveginum.
#4. VolvoS40 2004
Einsog svo oft áður, þá fengum við vinirnir þennann bíl lánaðann. 6 gíra beinskiptur diesel jálkur sem togar meira en nokkur bíll sem ég hef keyrt togar (fyrir utan #1). Frábær bíll, sem virðist hafa endalausan kraft. Voða lítið meira að segja um þennann bíl, fengum ekki að hafa hann nema í tæpa 2 tíma á föstudagskvöldi, svo það gafst ekki neinn tími í “fíflaskap”.
#3. Mercedes Benz E220 1995
Núverandi bíll pabba & mömmu, verðandi bíllinn minn á næstu misserum. Æðislegur bíll í alla staði. Maður verður aldrei þreyttur á að keyra þennann. Eina sem ég veit er það að þegar ég tek við honum, á ég eftir að keyra einsog gamall kall með hatt innannbæjar. Tími ekki að vera með einhverja stæla á þessum bíl. Aldrei. En þessi bíll var fluttur inn árið 200 frá Þýskalandi. Vinur pabba átti hann í hálft ár svo keypti pabbi hann af honum. Þetta er bílskúrsbíll í húð og hár (ef svo má að orði komast) ALLTAF komist skoðannalaust gegnum skoðun, enda ekkert hreyfður á veturna, tekinn af númerum og plantað inní skúr. Mér hlakkar til að taka við þessum.
#2. Misubishi Lancer Evolution 2003
Enn sem komið er, dýrsati rúnturinn minn. 40 kall í sekt og 3 punktar. Hefði getað endað betur en hverrar krónu virði. Var á sportbílasýningunni hjá Bílabúð Benna núna 2005. Tjúnuð græja í yfir 350 hesta. Alls ekki leiðilegur bíll, en ég get ekki sett hann í fyrsta sæti þar sem ég myndi ekki vilja eiga svona bíl lengur en nokkra mánuði. Það er ekki hægt að segja að þetta sé góður ferðabíll, en fínn svona til að sýnast innannbæjar. Allir sem horfðu á mann á fimmtudagskvöldinu fyrir sýninguna koma á þessum stífbónuðum niður Laugarveginn. Væri til í að gera það aftur, en hann er því miður seldur.
#1. Mercedes Bens E50 AMG 1996
Í fyrsta sætið set ég Benzann hjá hinum bróður mínum. Þetta er ein klikkaðasta græja sem maður hefur komist í snertingu við. Bara leiktæki og ekkert annað. Aðeins þessi bíll togar meira en Volvoinn í #4. sæti er. Klikkað á þessum á Reykjanesbrautinni á 200 :D Frábær bíll í alla staði, góður ferðabíll (en samt BARA á malbikinu). Maður þreytist aldrei á að keyra þennann. Man eftir fyrsta rúntinum mínum á þessum bíl. Tók smá beygju á 60 kmh/klst með inngjöfina svona 1/5 niðri og munaði MJÖG litlu að ég hefði misst hann. Missit hann í slæd í þessari saklausu beygju. En eitt sem ég get sagt líka um hann er það að þegar hann er á 200 með bensínpinnann 3/4 niðri er ólýsanlegur kraftur eftir þegar maður setur pinnann neðar. Ég hef aldrei skilið afhverju Jeremy Clarkson byrjar að öskra þegar hann reynsluekur einhevrn sportbíl í TopGear, en á þessu mómenti þegar maður gerði þetta eða þegar maður tekur af stað á þessum bíl, skil ég afhverju. Óútskýranlegt, maður gefur frá sér svona hljóð ómeðvitað. Magnað, ha?
En þetta voru sem sagt topp tíu bílarnir sem ég hef fengið á rúntinn hingað til. Held ég sé ekki að sleppa neinum svona almennilegum bíl, ekki allaveganna sem ég man eftir í augnablikinu. En það væri frábært að fá fleiri svona sögur inn, ekki veitir af því að fá greinar.