þetta eru þær upplýsingar sem ég hef af fenginni reynsu(nokkrum bílum) og fróðleiki frá fagmönnum!
Almennt:
+ (batt)straumur er sítengdur straumur og fer ekki af þegar svissað er af. Algengir litir Rauður, Gulur
- (ground)straumur er sítengdur straumur sem leiðir um boddíið og er hægt að nálgast undir boltum o.f.l. Algengir litir Svartur
Ign(svissstraumur) kemur þegar maður snír lyklinum um eitt hak og er + straumur sem gefur ýmsum búnaði merki um að kveikja á sér. Algengir litir Rauður Gulur og Blár
Hægt er að finna út hverslags straumur er á vírum með prufulampa(kotsn 1000kall) þar sem maður tengir t.d. annann endann á lykilinn eða boddý og stingur hinum endanum í + straum…þá kemur ljós á hann…ekki skiptir máli hvor endinn er tengdur bara að það sé + örðum meginn og - hinum meginn, þá kemur ljós !
Mikilvægtast að tryggja að allar tengingar á rafmagnsskóm séu ekki lausar og að hvergi gapi í vírinn. Eingöngu skal nota þartilgerðar tengur til þess að klemma rafmagnsskó á vírana !
Líftími svokallaðra “þjófatengja” er hámark 3 ár og er sambandsleysi og það að vírarnir sem verið er að stela straumi útaf fari einfaldlega í sundur!
Bíltæki tengt:
Fyrst þarf maður að finna fastan + straum með prufulampa og tengja í bíltækjið s.k. teikningu og svo finnur maður ign með því að finna annan vír með + straumi þegar búið er að svissa á og hann dettur út þegar svissað er af ! Svo er það - þegar þessi þrír hafa verið tengdi ætti að vera hægt að kveikja á tækinu.
Ef ekki finnst Ign straumur skal leið vír frá einhverjum öðrum stað þar sem hann er að finna t.d. sígarettukveikjara eða tengja fastan +staum…en þá kvikna og slökknar ekki sjálfkrafa á tækinu.
Til að finna hvaða ´hátalaravír er hvað er best að kíkja á hátalarana eða prófa sig einfaldlega áframm. vírarnir sem koma frá tækinu er oftast einn einlitur og annar með svartri rönd fýrir sama hátalara, einliti er + og sá með svörtu röndinni er -. Á hátulurunum sjálfum er breiðara tengið + en það mjórra - , en orginal hátalarar eru oftast eins tengin og oftast ekki hægt að gera greinamun á þeim, en það heyrist alltaf í hátalaranum þó að + og - sé víxlað.
Bilanir, ef tækið á það til að ekkert heyrist frá því öðruhverju þó kveikt sé á því, er líklegast að einhverstaðar liggi hátalaravír utaní boddý.
Magnara ísetningar:
Straumsnúra +
Skal vera beintengd við rafgeimi og hafa öryggi ekki styttra en 5“ frá rafgeimi, leggja skal snúrun þeim megin í bílnum sem flestar straumsnúrurna liggja(oftast bílstjóramegin), snúran má ekki vera samsett á leiðinni þar sem mikla líkur eru á að tengingin oxist og missi leiðnina. Þvermál vírsins ræðst að stærð magnarans og skal láta sölumenn ráleggja sér í þeim málum.
Straumsnúra -
má taka hvar sem er frá boddy t.d. undir öryggisbeltafestingu og ekki sakar að fara með þjör á ´boltann og festinguna til að auka leiðni.
REMote(startsnúra)
Má vera grannur vír. Hann flytur vægan + straum og lætur magnarann vita að kviknað sé á spilaranum svo magnarinn kveikji á sér, og kemur þessi vír frá spilaranum, eða svisstengdur(Ign).
Skal leggjast með +strauminum.
RCA snúra:
hún flytur hljóðið frá tækinu og inn í magnarann, hana skal leggja farþegameginn og reyna með mestu móti að koma í veg fyrir að hún liggji utaní vírum sem flytja + straum, vegna þess að það trufla hjóðið og veldur verri hljómgæðum og ”altenatorvæli“ eða suði sem eikst með snúningi vélarinnar og getur verið mjög kvimleitt!
Einnig eru sumir magnarar með inngangi fyrir hátalarasnúrur sem hægt er að nota þó að mælt sé með að RCA snúra sé frekar notuð vegna gæðanna.
Einnig skal tryggja að magnarinn sé tryggilega festur hvort sem er á sætisbak eða annað.
p.s. Bæði er hægt að ”sprengja" hátalara og keilur hvort sem er með of litlum eða of miklum straumi.
Þegar magnari er kominn í bílinn þarf að fylgjast reglulega með að rafgeimirinn þorni ekki upp þar sem álagið á hann hefur margfaldast!