Mér hefur oft fundist merkingar við gatnaframkvæmdir í borginni vera alveg hræðilega illa merktar. Yfirleitt er það þannig að fyrsta merking er í mesta lagi 2-3 metra frá framkvæmdunum sjálfum sem leiðir til þess að mikil hætta á til dæmis aftanákeyrslum skapast.
Fyrir tveimur vikum kom loksins dropinn sem fyllti mælinn. Þá var verið að malbika Hringbrautina á kaflanum á milli hringtorganna. Báðar akreinarnar til austurs voru lokaðar og því tvístefna frá hringtorginu við Suðurgötu. Og viti menn.. þegar fólk kom úr hringtorginu og ætlaði að halda áfram Hringbrautina þá birtust allt í einu keilur og lág skilti sem lokuðu vinstri akreininni. Þetta skapaði auðvitað heilmikil vandræði fyrir fólk og það var greinilegt að það myndaðist hálfgert öngþveiti þarna. Svo tók við aksturinn út Hringbrautina sem tók líklega ca. 15 mínútur bara þessi stutti kafli vegna þessara þrengsla.
Að mínu mati þá hefðu betri merkingar sem hefðu t.d. verið vel fyrir framan hringtorgið, báðum megin við Hringbrautina á leiðinni vestur sem hefðu látið vita af þessu og beint fólki sem væri t.d. að fara út á Seltjarnarnes að fara Suðurgötuna. Þetta hefði örugglega létt á umferð þarna og minnkað hættuna, fólk hefði farið aðrar leiðir framhjá framkvæmdunum.
Ég sendi Gatnamálastjóra tölvupóst varðandi þetta en hef því miður ekkert svar fengið. Bréfið er hægt að lesa á <A HREF="http://www.bilaspjall.is/">Bílaspjall.is</A>.