Þess verður vart langt að bíða að bensínstöðvarnar hætta að selja bensín, ef sú þróun sem verið hefur þar á bæ heldur áfram.Fyrir nokkrum árum var hægt að fá flest allt sem við kom bílnum á bensínstöðvum t.d. rafgeymi, viftureimar og þ.h. vörur. En núna nei takk. Eg keyrði á milli bensínstöðva um daginn því mig vantaði viftureim. Það var ekki vinnandi vegur. Flestar stöðvarnar vissu jú hvað viftureim var en seldu þær ekki. Þær fáu sem höfðu þær á boðstólnum höfðu það lítið og gloppótt úrval að engu líkara var en að það væri verið að selja upp lagerinn og ekki stæði til að endurnýja hann. Ég fékk í það minnsta ekki þá reim sem mig vantaði.
Ástæðan fyrir því að búið er að ýta vörum fyrir bílinn út er sú að það er ekki lengur pláss fyrir, sokkabuxum, hárlakki, leikföngum, dömubindum, veiðidóti, garðverkfærum, bókum, súpum, þvottaefni, bara nefndu það það fæst á bensístövum. Brátt verður ábyggilega hægt að kaupa þar ískápa, bíla, timbur, þakjárn o.s.f.v.
Allt nema vörur fyrir bílinn því það er ekki lengur pláss fyrir þær.