Radarmælingar
Núna um daginn var kunningi minn tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann er bara keyrandi og þá bíður lögga úti í vegkanti og segir“ Við erum að radarmæla og sáum að þú varst á of miklum hraða”. Hann segir hvar var verið að mæla. Löggan segir það eru tveir lögreglumenn að mæla þarna uppfrá. Þá segir hann “Má ég fá að sjá mælinguna?” Löggan Segir “ NEI ”. Er löggunni ekki skylt að sýna fólki mælinguna? Síðan spurði löggan nokkra spurninga og síðan fórum við. Við ákváðum að snúa við og keyra veginn aftur. Við sáum ENGA löggu vera að mæla né skylti sem segir Radarmæling. Má löggan á Íslandi vera í Felum?