Það er soldið mikið rætt hérna um slys, bílpróf og þess háttar, ég verð að segja að þetta er í raun sáraeinfalt,,, slys eru í 99,99% tilfella fólkinu sjálfu að kenna….ég viðurkenni ekki að kalla aftanákeyrslu “óhapp”.. ég vil frekar kalla það “heimsku” eða “athyglisbrest á slæmu stigi”…Aktu hratt og farðu útaf veginum,, hverns vegna fórstu út af veginum? vegna þess að ÞÚ ókst of hratt,, keyrðu aftan á bíl á ljósum,, af hverju? vegna þess að ÞÚ varst ekki að horfa fram fyrir þig eða eitthvað álíka hugsunarlaust… Það springur að framan hjá þér á 100 km hraða,, þú ferð út af… hvers vegna? vegna þess að ÞÚ hefðir átt að athuga dekkin á bílnum áður en þú ókst af stað… ok ok.. ég er ekki að segja að allt sé ökumanninum að kenna, en 99,99% samt tel ég… Af hverju haldið þið að bíll fari yfir á vitlausan vegarhelming, dúndrar á annan bíl og allir steindrepast? Vegna þess að EINHVER var ekki með hugann við aksturinn,,, svo einfalt er þetta…Maður má ekki missa athyglina eitt augnablik þegar maður er að keyra bíl, því slysin eru ótrúlega fljót að gerast,,, það er líka svolítið athyglisvert að þegar maður ekur mjög hratt einhversstaðar á auðum vegi að þá er athyglin á fullu hjá manni,, maður lítur ekki einu sinni á hraðamælinn, þeir sem hafa ekið svona hratt vita hvað ég er að tala um, (200km+) maður ætti að hafa þessa athygli alltaf þegar maður er að keyra,, á Laugaveginum, Reykjanesbrautinni og bara allstaðar…
Ástæðan fyrir þessari grein hjá mér er að það fer alveg ótrúlega í taugarnar á mér fólk sem ekur um en er í raun að gera allt annað en að aka bílnum, tala í síma, meika sig, leita að geisladisk, horfa á hús eða eitthvað… þegar þettta fólk keyrir á eitthvað þá get ég ekki sætt mig við frasann “jah, það var nú gott að enginn slasaðist”.,, BULLSHIT…. ef þessi hugsunarlausi fábjáni hefði verið að horfa á veginn og þann sem hann ók á í staðinn fyrir að hafa verið að bora í nefið þá hefði þetta aldrei gerst,, ég er ekki að skrifa þetta vegna þess að ég hafi lent í þessu nýlega,, bara búið að vera á heilanum á mér lengi… það er nefnilega fullt af fólki sem vill EKKI lenda í árekstrum,, hvort sem það sé í “rétti” eða ekki, þegar fólk á t.d. sértaka bíla þá er ekkert sem getur bætt skaðann þegar þessir bílar eru skemmdir, EKKERT… nýtt bretti ok, en bíllinn verður aldrei sá sami í augum eigandans… “enginn slasaðist”.,.. crap…. horfið bara á það sem þið eigið að vera að horfa á…
Now its time for my Chill-Pill…. :)