Jæja, ég gafst upp á umræðunni með ykkur og ákvað að senda fyrirspurn um þetta til shell á skeljungur@skeljungur.is!
Ég spurðu þá:
Afhverju þeir segja að V-POWER sé sérstaklega búið til fyrir íslenskann markað þegar er nóg fyrir mig að fara á www.shell.com og slá v-power í search gluggan þar og fá lönd eins og Danmörk, Ungverjaland, Argentína og fl. Sem selja bensín undir nafninu v-power?
Og
Afhverju er ekki hægt að fá 87/92 oktanna bensín á Íslandi í dag?
(Ef þú villt reyna spara í bensínkostnað).
Og ég fékk svar og hérna er það:
Takk fyrir tölvupóstinn og þann áhuga sem þú og þínir félagar sýnið V-Power. Shell hefur á s.l. 2 árum verið að sérframleiða bensín fyrir ýmsa markaði og gengur það aðallega undir nafninu V-Power eða Optimax. Þannig er ekki endilega um sömu vöruna ræða, enda eins og við segjum er tekið tillit til markaðsaðstæðna í hverju landi fyrir sig áður en endanleg samsetning vörunnar er ákveðin.
T.d. er V-Power í Danmörku 95 oktana bensín, en hreinsiefnin eru mjög svipuð því sem við erum með í okkar 99+ oktana bensíni. Ungverjaland hefur verið með V-Power sem 95 oktana og V-Power Racing sem 99+ oktana bensín. Þannig er þetta mismunandi frá landi til lands, þó auðvitað byggi framleiðslan á sömu þekkingu okkar bestu sérfræðinga hjá Shell.
Áður en við hófum framleiðslu á V-Power fyrir Ísland voru framkvæmdar markaðskannanir á meðal viðskiptavina Shellstöðva, enda var markmiðið að uppfylla þarfir okkar eigin viðskiptavina. Þar kom í ljós að okkar viðskiptavinir lögðu áherslu á snerpu, skemmtilegri akstur og eldsneyti sem færi vel með bílinn. Skeljungur lagði því áherslu á að mæta þessum óskum. Við tókum sýni úr öllu bensíni sem fyrir var á markaðinum til að tryggja okkur að bætiefnapakkinn væri mun betri en hingað til hafði sést. V-Power fyrir Ísland var sérstaklega framleitt í Gautaborg fyrir okkur. Var það heilmikið mál, þar sem við þurftum mjög lítið magn í hlutfalli við það magn sem vanalega er framleitt hverju sinni. Þetta gerir framleiðsluna að sjálfsögðu mun dýrari en undir venjulegum kringumstæðum.
Það bensín sem selt er sem 87 oktana bensín í Bnadaríkjunum, kallast 92 oktana bensín í Evrópu. Ástæðan er sú að í Bandaríkjunum er tekið meðaltal RON (Research octane number)/MON (Motor oktane number) en í Evrópu er eingöngu stuðst við RON. Talan RON er reiknuð stærð en MON er mæld með vélbúnaði. Þannig er 95 oktana bensín 95 RON en 85 MON og teldist því 90 oktana bensín í Bandaríkjunum. Hvað varðar 87 oktana bensín sem er meðaltal 82 MON og 92 RON þá stendur ekki til að flytja það til landsins. Verðmunur á milli þess og 95 oktana bensíns er svo lítill ca. 88 aurar að hinn aukni tilkostnaður sem við yrðum að hafa til að markaðssetja það mundi eyða þeim verðmun og gott betur. Við hættum sölu á 92 oktana bensíni fyrir ca. 5 árum, en þá var sala á því orðin hverfandi.
Ég vona að þetta svari þínum spurningum, en láttu endilega heyra í þér aftur ef þú hefur fleiri athugasemdir.
Með kveðju
Margrét Guðmundsdóttir
Framkvæmdastjóri Markaðssviðs Smásölu
Svessi
…. Bara svona til að setja nafnið mitt líka inn á þetta! d;D