Renault hefur nú tilkynnt að þeir séu á fullu að hanna bíl sem þeir ætli að mæta með í Super 1600 grúpuna sem er einskonar “Junior Class” af WRC seríunni en þar mega bílar ekki skila meira en 220 hö, verða að vera þyngri en 1000 kg, ekki vera með stærri en 1600 cm3 vél og ef ég man rétt drif á einum öxli.
David Richards, stjórnarformaður Prodrive og eigandi sjónvarpsréttar að WRC seríunni, spáði því að Super 1600 grúpan yrði strax vinsæl og myndi fljótlega útrýma Group N flokknum. Þetta virðist vera ganga eftir því að Renault er 10. bílaframleiðandinn sem tilkynnir þátttöku í Super 1600 á aðeins þeim 6 mánuðum síðan Super 1600 var stofnað.
Þessi Renault verður byggður á Renault Clio og á að vera með 1600 cm3 vél sem skilar 220 hö @ 8600 rpm og torka um 210 Nm @ 7100 rpm. Þróunin á bílnum fer fram í Renault Sport sem er rétt utan við París og áætlar Renault að bíllinn verði orðinn keppnishæfur í byrjun janúar 2002.
Renault hefur þvertekið fyrir þær fréttir að með þessum bíl séu þeir að undirbúa þátttöku í Group A í WRC en víst verður að teljast líklegt að Renault keppi í Group A innan fárra ára ef Clioinn reynist samkeppnishæfur í Super 1600 grúpunni.