
David Richards, stjórnarformaður Prodrive og eigandi sjónvarpsréttar að WRC seríunni, spáði því að Super 1600 grúpan yrði strax vinsæl og myndi fljótlega útrýma Group N flokknum. Þetta virðist vera ganga eftir því að Renault er 10. bílaframleiðandinn sem tilkynnir þátttöku í Super 1600 á aðeins þeim 6 mánuðum síðan Super 1600 var stofnað.
Þessi Renault verður byggður á Renault Clio og á að vera með 1600 cm3 vél sem skilar 220 hö @ 8600 rpm og torka um 210 Nm @ 7100 rpm. Þróunin á bílnum fer fram í Renault Sport sem er rétt utan við París og áætlar Renault að bíllinn verði orðinn keppnishæfur í byrjun janúar 2002.
Renault hefur þvertekið fyrir þær fréttir að með þessum bíl séu þeir að undirbúa þátttöku í Group A í WRC en víst verður að teljast líklegt að Renault keppi í Group A innan fárra ára ef Clioinn reynist samkeppnishæfur í Super 1600 grúpunni.