Ég vinn hjá Atlants Olíu og hitti einn mann á stöð AO. að sprengisandi, hann var mjög óánægður með hækkunina sem varð á bæði bensín og disel, hann sagði mér að Shell væri miklu ódýrara rétt hjá og brunaði síðan þangað. Þetta er ekki eini viðskiptavinurinn sem hefur þessa hugsun, þess vegna langar mig að segja nokkur orð og reyna að opna augu sumra.
Af hverju haldið þið að fréttir um “hækkun á heimsmarkaðverði” hafi fækkað svona?
Atlants Olía var komin á markaðinn og hækkaði ekki vegna þess að það var eingin ástæða til þess.
Nú fyrir stuttu sá Olís ástæðu til að hækka en ekki AO. Olís fer aftur niður og hefur verið þar síðan.
Svo það er mjög augljóst hver heldur verðinu niðri og samkeppnini uppi, Atlants Olía.
En það kostar miklar fjárhæðir að koma upp svona fyrirtæki, sérstaklega með 3 stór félög sem skipta milli sín markaðnum á móti sér. Því verður AO. að hækka verð sitt.
Þess vegna er svo mikilvægt að versla við AO. þótt það sé ekki lang ódýrast, það hefur ekki verið og verður ekki dýrasti staðurinn.
Ef fólk fer bara á ódýrustu stöðina (sem virðist alltaf vera næst Atlants Olíu…) getur AO. ekki stækkað og fjölgað stöðvum og haldið áfram að halda samkeppnini uppi og verðinu niðri.
Ef AO fer á hausinn er vita mál hvað gerist. Við fengum nú smá smakk af því þegar AO. varð bensínlaus um tíma, verið þaut hátt upp!
Svo ef þú villt halda verðinu eins lágu og hægt er hjálpaðu þá þeim sem stöðvuðu samráðið og lækkuðu verðið talsvert.
Nokkrir aurar eða krónur umfram eru ekkert miðað við það sem gerist ef AO. dettur af markaðnum.
Verð Atlants Olíu 3 Apríl 2005:
Bensín: 101,2
Dísel: 47,7
ps. Endilega svarið en sýnið þroska og ekki reyna að vera fyndin eða vera með leiðindi eins og sumir eru oft með hér.
Carrera GT