Reka menn nú upp stór augu og spyrja sig hvað grein um Elton John sé að gera hér innan um bílana.
Jú, Elton John hefur nefnilega þá áráttu að safna hlutum og þar eru bílar engin undantekning en Elton safnar einnig sólgleraugum og háhælaskóm. Eitthvað er farið að harðna á dalnum hjá kallinum því að 5. júní nk verður haldið uppboð hjá Cristies í London
þar sem boðnir verða upp 20 bílar úr safninu hans Eltons. Bílskúrinn hans Eltons, sem hlýtur að vera mjög stór, inniheldur margann glæsivagninn og víst er að margir þeirra hafa ekki verið keyrðir mikið.
Hér koma nokkur dæmu um bíla sem verða boðnir upp
Blár Aston Martin, metinn á 3-4 milljónir
Aston V8 Volante, metinn á 5-7 milljónir
Blár tveggja sæta Aston Martin, metinn er á 6-8.4 milljóni
Rolls-Royce Phantom VI árgerð 1973, metinn á 13-18 milljónir,
Bentley S1 árgerð 1956,
Bentley S3 árgerð 1962,
Bentley S2 Coupe árgerð 1964
Bentley S2 Flying Spur árgerð 1960
Svartur Ferrari árgerð 1968
Ferrari 412 Coupe
Rauður Ferrari 512 TR árgerð 1991
Ferrari Testarossa árgerð 1987 en þann bíl fékk Elton í fertugsafmælisgjöf
Allir bílarnir eru búnir fullkomnustu hljómflutningstækjunum sem völ er á eins og gefur að skilja.
Þeir sem verða í London í byrjun júní geta kíkt við og litið á gripina en þeir verða til sýnis hjá The Jack Barcley Showroom, Berkeley Square, London W1 frá laugardeginum 2. júni til mánudagsins 4. júni og er opið frá 10-18 alla sýningadagana.