Hugtakið sportbíll er hugtak sem er komið í tóma vitleysu. Í mogganum um daginn kynnti Brimborg Saxo sem sportbíll. Um daginn sagði Minnskalli eitthvað á þá leið að Sunny GTi væri, bara einhver bíll fyrir 17 ára gutta, en integran hans væri skemmtilegur sportbíll. Mér finnst satt að segja Integra type-r og Sunny GTi vera líkir bílar. Einhverjum hérna á huga fannst sniðugt að kalla Sunny GTi, Sunny-get-ekki, því að einhver vinur hans hafi átt Sunny GTi sem væri í slæmu ástandi og byrjaði að kalla bílinn þetta.
Einhverjir segja kannski að kraftmiklir afturhjóladrifnir bílar sé sportbílar. Mér finnst það vera fáranlegt. Það er ekki lengur hægt að líta á bíl og segja því hann sé með mjúkar og lögulegar línur þá sé hann sportbíll.
Hvað er þá sportbíll? Er það bíll sem er kraftmikill miðað við þyngd, með stífa fjöðrun og góðar bremsur.
Mér finnst skrýtið að sjá ímynd GTi bíla hérna á huga. Einhver hálfviti hérna á huga lýsti mk2 golf gti 16v við gamlan Fiat. Prófið að taka Imprezu GT, Mustang GT og Hondu Civic VTi og keyra þá í 15 ár 200 þ km eins og brjálæðingar við lítið viðhald. Hvað ætli það verði langt í að gírkassinn, kúplingin og þess háttar fari í bílunum og að ég tali ekki um túrbínuna sem verður farinn aftur í skottið á Imprezunni.
Hérna eru t.d. Corollur GTi '88 sem allar hafa verið keyrðar með hægri fótinn í botni og spólandi á fullu. Sumir þessarra bíla eru komnir yfir 200 þ km og eru alveg í sæmilegu standi. Að segja það að Corolla GTi eða aðrir gamlir GTi bílar séu eitthvað lélegir því þeir hafa fengið erfitt líf er bara helvítis rugl.
ÉG er engann veginn einhver aðdáandi Sunny GTi eða Corollu GTi. Þessir bílar eiga bara skilið miklu meira en þeir hafa fengið hérna.